Furðusögur

Hroðalegar nornir

Af einhverju ástæðum las ég aldrei bækur Roald Dahl þegar ég var yngri. Ég sé hve miklu ég hef misst af núna. Ég er líklega ekki að segja neinum fréttir þegar ég tilkynni að sögurnar hans séu ævintýralega skemmtilegar. Það er ekkert ómögulegt eða asnalegt hjá Dahl. Allt sem gerist í sögunum hans er fullkomlega…

Villimærin fagra og Pullman

Fyrir margt löng síðan, rétt fyrir unglingsárin, las ég bækur Pullman um Lýru; Gyllta áttavitann, Lúmska hnífinn  og Skuggasjónaukann. Ég las þær með augum krakka sem sér það ævintýralega í sögunni; það spennandi og það framandi. Áhugaverðast við söguna þótti mér að fólk var með fylgjur, dýr sem voru bundin manneskjum ósýnilegum en mjög raunverulegum böndum og ég sá…

Úlfur og Edda – Á flakki í Ásgarði

Hefðin er að sökkva sér í safaríka, brakandi ferska jólabók á jóladag. Eða svo er mér sagt. Ég sökkti mér í aftur á móti niður í spennandi barnabók sem er ekki glæný heldur hefur setið í hillunni hjá mér ólesin allt of lengi. Úlfur og Edda – Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur er grípandi barnabók sem…

PAX-Níðstöngin – Hrollvekjandi barnabók

Ég var vöruð við því þegar ég fékk bókina í hendurnar, að líklega væri hún ekki fyrir lesendur yngri en tíu ára. Drengjunum mínum sem eru báðir undir tíu ára var því hlíft við þessari bók. Mér var líka sagt að bókin væri hörkuspennandi. Bókin er nokkuð hrollvekjandi, grafísk og spennandi. Mér virðist sem það hafi…

Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn

Ég var ekkert of viss um hvað mér ætti að finnast um Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn eftir Birki Blæ Ingólfsson þegar ég byrjaði að lesa hana. Einhvern veginn minnti hún mig á Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, sem er svo sem ekki slæmt. Þannig að ég hélt áfram og eftir nokkra kafla…

Ljónið – menntaskólalíf í álögum

Ég var búin að hlakka til að lesa Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur í langan tíma, enda heyrði ég fyrst af henni meðan hún var enn í smíðum. Þannig vill til að vinkona mín deilir skrifstofu með Hildi og í gegnum hana heyrði ég ýmislegt um rannsóknarvinnuna sem höfundur lagði í fyrir bókina, og það sem…

Silfurlykill í strigaskóm

Sigrún Eldjárn gaf út nýja bók í vikunni, Silfurlykillinn. Það eru svo sem engin nýmæli að Sigrún gefi út bók, því eftir hana liggja óteljandi bækur, stuttar, langar, feitar og mjóar. Silfurlykillinn er, ef ég ætti að lýsa henni, lítil og hnellinn bók og svolítið feit. Hún er að sjálfsögðu ríkulega myndskreytt af Sigrúnu sjálfri eins og…

IceCon 2018 – Furðusagnahátíð

Bókmenntir eru að einhverju leyti einmanalegasta listformið og hið fullkomna áhugamál fyrir einræna innipúkann sem leynist í okkur flestum. En í kringum bækur er líka að finna mjög líflegt félagslíf, útgáfupartý, upplestra, bókamessur og bókmenntahátíðir. Sem lesandi vissi ég alltaf af tilvist þessara fyrirbæra, en datt aldrei í hug að mæta. Ekki fyrr en ég…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is