Glæpasögur

Afhjúpun Olivers – Frá sjónarhorni til sjónarhorns

Afhjúpun Olivers eftir Liz Nugent hlaut titilinn glæpasaga ársins á Írlandi árið 2014, en kom ekki út í íslenskri þýðingu fyrr en núna fyrir jólin. Sagan er titluð sem “sálfræðiþriller” á íslensku bókakápunni. Fyrir utan að “þriller” er íslenskuð enskusletta sem ég kann afskaplega illa við, þá fannst mér bókin alls ekki uppfylla skilyrðin til…

Draugagangur, leyndarmál og siðlaus samstaða

Ég var mjög spennt að lesa nýjustu bók Ragnars Jónassonar, Þorpið og var því afar kát þegar það var haft samband við mig frá bókasafninu og mér tjáð að hún væri komin og biði mín. Nánast um leið hófst lesturinn. Bókin er níunda bók Ragnars og fjallar um Unu, ungan kennara á níunda áratugnum, sem…

Svik – óvenju hress bók um morð, ofbeldi og ebólu

Það er ekki gaman að vera rithöfundur á Íslandi og deila fornafni með öðrum höfundi. Jafnvel óheppilegra er það þegar þessir tveir höfundar gefa út bók sömu jólin, en það hlýtur að vera þyngra en tárum taki að slysast til að gefa þessum tveimur bókum næstum því sama titil. Lestrarklefinn hefur áður fjallað um bókina…

Stúlkan hjá brúnni

Á bókakápu segir: Eldri hjón eru áhyggjufull vegna dótturdóttur sinnar. Þau vita að hún hefur verið að smygla fíkniefnum og nú er hún týnd svo þau leita til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, sem þau þekkja af afspurn. Konráð er með hugann við annað og stöðugt að grufla í örlögum föður síns sem var stunginn til bana…

Til Barselóna með Dan Brown

Dan Brown sendi frá sér nýja bók fyrir skemmstu, bókina Uppruni. Brown er hvað þekktastur fyrir að skrifa Da Vinci-lykilinn sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út árið 2003. Síðan Da Vinci-lykillinn  kom út hefur Brown skrifað tvær bækur til viðbótar um Robert Langdon, prófessor í táknfræði. Samtals hafa því komið út fimm bækur um…

Líkfundur á Akranesi

Í síðustu viku kom út bókin Marrið í stiganum eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Bókin vann fyrsta Svartfuglinn, verðlaun sem eru afhent höfundum sem eru að gefa út sína fyrstu glæpasögu. Svartfuglinn eru verðlaun sem spennusagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson komu á fót í samvinnu við útgáfufyrirtæki sitt, Veröld, og verða afhent árlega. Rannsóknarlögregla í togstreytu Marrið…

Í lítilli laug með ellefu manneskjum

Paula Hawkins skrifaði bókina Konan í lestinni (e. The Girl on the Train) sem síðar var kvikmynduð með Emily Blunt í aðahlutverki. Sú bók seldist í bílförmum og varð gríðarlega vinsæl. Sjálf hef ég ekki lesið hana, en ætla ekki að andmæla fjölda manns sem hrósa henni í hástert. Ég á einn daginn eftir að grípa hana upp…

Mistur Huldu Hermannsdóttur

Mistur Ragnar Jónasson Veröld Reykjavík, 2017 Ókunnugur maður bankar uppá hjá hjónum á Austurlandi tveimur dögum fyrir jól. Hríðarveður er úti og lítur allt út fyrir að maðurinn þurfi að eyða jólunum með þeim hjónum. Lögreglukonan Hulda tekst á við erfiða atburði heima fyrir og hefur það áhrif á vinnu hennar. Allt í einu dúkkar…

Myrknætti

Myrknætti Ragnar Jónasson Veröld Reykjavík, 2012 Fyrsta bók þessa árs sem ég las var bókin Myrknætti eftir Ragnar Jónasson. Bókin er önnur bókin af þremur í svokallaðri Siglufjarðarseríu en þar fá lesendur að fylgjast með Ara Þór Arasyni, nýútskrifuðum lögreglumanni sem býðst vinna hjá lögreglunni á Siglufirði. Á meðan að allt virðist vera á hraðri…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is