Um Lestrarklefann

 Lestrarklefinn er menningarvefur helgaður bókmenntaumfjöllun, leikhúsumfjöllun og ýmsum öðrum skrifum um lestur. Umfjallanirnar eru skrifaðar af lesendum fyrir aðra lesendur.

Bækurnar sem fjallað er um í Lestrarklefanum eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Hér er hægt að lesa um allt frá fræðibókum til fagurbókmennta, íslenskar bækur, erlendar, þýddar bækur, óþýddar, barnabækur, unglinga- og ungmennabækur, góðar og slæmar. Það fer allt eftir skapi þess sem ritar hver umfjöllunin verður.

Auglýsingar og styrkir

Það er þarft að halda uppi lifandi menningarvef og líflegri umræðu um bókmenntir á Íslandi, landi þar sem aðeins um 330.000 tala þjóðtunguna. Tungumál er ekki eingöngu tjáningarform, heldur mótar hugsun okkar og tilfinningu fyrir umheiminum. Íslenskan er dýrmæt og það er auðveldast að kenna hana í gegnum fjölbreyttar og skemmtilegar bókmenntir. Það er í hag okkar allra að halda uppi góðum samræðum um bókmenntir og menningu.

 

Lestrarklefinn er rekinn í sjálfboðaliðastarfi. Kostnaður við menningarvef sem þennan er þó verulegur. Því bendir Lestrarklefinn áhugasömum á að hægt er að auglýsa á síðunni eða styrkja hana á hvaða hátt sem er.

Kennitala: 500921-2260

Reikningsnúmer: 0552-26-500921

Hafðu samband við okkur í gegnum lestrarklefinn [hjá] lestrarklefinn.is til að fá frekari upplýsingar.

Ritstjóri og aðstoðarritstjóri

Fastir pennar

Lausapennar

Sendu okkur línu

Lestrarklefinn sækist eftir ábendingum um áhugaverðar bækur, skemmtilega fréttamola úr bókmenntaheimum, efni til frumbirtingar eða efni sem þér finnst að ætti heima á síðunni.

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið: lestrarklefinn [hjá] lestrarklefinn.is

12 + 7 =