Bókamarkaður í Laugardal

22. febrúar 2019

Í dag, föstudaginn 22. febrúar, opnaði Bókamarkaðurinn í Laugardalnum og stendur til 10. mars næstkomandi. Síðar mun markaðurinn flytja sig á Akureyri og til Egilstaða.

Lestrarklefinn hvetur bókaunnendur til að líta við á markaðnum og gera góð kaup. Til dæmis er hægt að gera prýðiskaup á barnabókum, sem síðar er hægt að nota í gjafir til ungra bókaorma. Nú, eða kaupa bókina sem þig langaði alltaf að kaupa en hefur ekki enn gert.

Ótrúlegt úrval af bókum fer á markaðinn í ár og þeir sem vilja geta kynnt sér bókalistann hérna.

Opið verður 10-21 alla daga.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...