Í síðustu viku fór í loftið nýr vefur Tímarits Máls og menningar. Þar mun birtast úrval efnis úr nýjustu heftum Tímaritsins í bland við greinar, viðtöl, ljóð og sögur úr eldri heftum. Vefurinn kemur til með að styðja við prentútgáfu Tímaritsins.
Tímaritið Máls og menningar mun líka færa sig í auknum mæli yfir á samfélagsmiðla til að miðla efni úr Tímaritinu til stærri hóps. Enn er þó aðaláhersla lögð á prentútgáfu tímaritsins. Hér er hægt að skrá sig í áskrift að Tímaritinu og einnig er hægt að nálgast nýjasta hefti í bókabúðum.
Bókadómar munu birtast á vefnum um leið og ný hefti koma út. Þar að auki munu leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur, allt aftur að árinu 2008, vera aðgengilegir á vefnum, en þeir birtasta hvergi annars staðar.