Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019

Tilnefningar til Iceland Noir-verðlaunanna 2019 liggja fyrir, en verðlaunin eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Að baki verðlaununum stendur Iceland Noir glæpasagnahátíðin.

Í ár eru tilnefnd þessi verk:

  • Hinn grunaði herra X (Yogisha X no kenshin) eftir Keigo Higashino í þýðingu Ástu S. Guðbjartsdóttur
  • Óboðinn gestur (A Stranger in the House) eftir Shari Lapena í þýðingu Ingunnar Snædal
  • Sænsk gúmmístígvél (Svenska gummistövlar) eftir Henning Mankell í þýðingu Hilmars Hilmarssonar
  • Tvöfaldar tjónabætur (Double Indemnity) eftir James M. Cain í þýðingu Þórdísar Bachmann
  • Þrír dagar og eitt líf (Trois jours et une vie) eftir Pierre Lemaitre í þýðingu Friðriks Rafnssonar

Tilkynnt verður um vinningshafa í nóvember á Iceland Noir glæpasagnahátíðinni.

Dómnefnd skipuðu Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir og Ragnar Jónasson.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...