Þegar skóla sleppir er auðvelt að horfa á eftir krökkunum í útileiki, í sund eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Það eru kannski ekkert mjög margir sem leggja áherslu á lesturinn á sumrin, enda finnst of mörgum sem lestur eigi bara heima innan veggja skólans. En lestur á líka að fylgja sumrinu!
Bókasafnið í þínu nágrenni er eflaust með skemmtilegt lestrarhvetjandi verkefni í sumar fyrir þitt barn. Kynnið ykkur málið! Hver veit nema einhver skemmtileg verðlaun séu í boði, eða skemmtileg lokahátíð, eða skemmtileg áskorun?
Okkur í Lestrarklefanum er annt um að börn lesi. Þess vegna ætlum við að tileinka júní barnabókum af öllum stærðum og gerðum, svo þið kæru lesendur getið kynnt börnin í ykkar umhverfi fyrir skemmtilegum bókum. Við lesum bækurnar svo þið getið fundið réttu bókina fyrir ykkar lestrarhest, nú eða bara lesið þær sjálf. Barnabækur eru nefnilega mjög skemmtilegar!
#barnabækur #lestrarklefinn