Æsingur á sunnudaginn

30. október 2019

Sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi verður Furðusagnahátíðin Æsingur haldin í Norræna húsinu. Hátíðin er angi af Icecon furðusagnahátíðinni þar sem dagskrá fer að mestu fram á ensku. Á Æsingi fer dagskrá þó eingöngu fram á íslensku. Til umræðu verða furðusögur. Hvaða stöðu þær hafa í íslenskri sagnamenningu og hvert stefna þær? Á mælendaskrá eru höfunda, útgefendur og annað bókmenntafólk.

Áhugasamir um furðusögur (e. fantasy) eru hvattir til að kíkja á hátíðina. Aðgangur á hátíðina er ókeypis og fjölmörg áhugaverð erindi á dagskránni. Eftir hátíðina verður boðið upp á PubQuiz í Stúdentakjallaranum. Hægt er að kynna sér viðburðinn betur á Facebook-síðu Æsings.

Dagskrá Æsings:

14:00 – Hátíð sett

14:10 – Saga furðusagna á ÍslandiÁrmann Jakobsson, Gunnar Theodór Eggertsson
og Sigþrúður Silja Gunnarsdóttir
Fundarstjóri: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir

15:00 – Kaffi og spjall

15:20 – Af hverju furðusögur?Alexander Dan,
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson,
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Markús Már Efraím
Fundarstjóri: Snæbjörn Brynjarsson

16:20 – Meira kaffi og spjall

16:40 – Á sjóndeildarhringnum
Upplestur höfunda úr verkum í vinnslu eða
væntanlegum í bókabúðir
Fundarstjóri: Björn Friðgeir Björnsson

17:50 – Hátíð slitið

20:00 – PubQuiz á Stúdentakjallaranum

Lestu þetta næst

Sniðugar árstíðarverur

Sniðugar árstíðarverur

Þessi bók er tileinkuð öllum þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Ég held að...

Ég fæðist dáin

Ég fæðist dáin

Gólem eftir Steinar Braga „Við erum öll líkön. Sjálf okkar eru líkön hýst í taugum. Efni er líkan...