Nýtt ævintýri frá Tulipop

21. desember 2019

Íslenska vörumerkið Tulipop hefur komið víða við síðan það var stofnað árið 2010. Vörulína þeirra jafnast á við hið finnska Múmín. Tulipop hefur haslað sér völl í sjónvarpi, í bráðskemmtilegum teiknimyndum sem sýnar eru á RÚV. Áður hafa einnig verið gefnar út bækur með furðuverunum frá Tulipop í aðalhlutverki. Fyrir jólin kemur svo önnur bók um Gló og Búa, Leyniskógurinn, sem Signý Kolbeinsdóttir semur texta við og mynskreytir með annarsheimslegum og litríkum myndum úr Tulipopheiminum.

Geturðu sagt aðeins frá Tulipop til að byrja með?

„Tulipop er ævintýraeyja þar sem 6 aðalpersónur búa. Sveppasystkinin Gló og Búi, skógarskrímslið Freddi, bláa bangsastelpan Maddý, gamla hauskúpan Kúpa og töfratréð Herra Barri. Þau eru öll vinir en hafa öll sín sérkenni og galla enda öll innblásin af vinum og minni nánustu fjöskyldu.“

Hvaða ævintýrum lenda Gló og Búi í?

„Í Leyniskóginum gabbar Gló bróður sinn með sér í berjatínslu en er í raun á höttunum eftir stórhættulegu skógarskrímsli sem henni finnst mjög spennandi.“

Hvernig persónur eru Gló og Búi?

„Þau eru algerar andstæður. Gló er ævintýragjörn og hugrökk. Hún er alltaf að finna upp á einhverju skemmtilegu en eiginlega alltaf hættulegu til að gera. Hún býr til galdraseyði, fer í rannsóknarleiðangra, skoðar og skimar og finnst allt sem er framandi spennandi.

Búi á hinn bóginn er mjög rólegur og reglufastur. Honum finnst gaman að lesa og fræðast eins og systur sinni en gerir það bara í hengiruminu sínu. Hann er mikill hugsuður og heimspekingur og ræktar garðinn sinn af innlifun.“

Hvað viltu að lesendur taki með sér eftir lestur bókarinnar?

„Markmiðið með öllum góðum sögum er ferðast án þess að færast úr stað. Ferðalög gera mann víðsýnni og þar af leiðandi gáfaðri. Ég vil að börn sem lesa Tulipop komi þaðan sem opnari greindari og glaðari manneskjur.“

Lestu þetta næst

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...

Forrest Gump Íslands

Forrest Gump Íslands

Óli K. er fagurlega gerð ljósmyndabók með ævisögulegu ívafi um líf og störf ljósmyndarans Ólafs K....

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...