Bókasöfnin loka vegna herts samkomubanns

24. mars 2020

Bókasöfn landsins tilkynntu í gær að þau myndu loka dyrum sínum fyrir lánþegum til 14. apríl næstkomandi vegna herts samkomubanns og til að koma í veg fyrir frekari dreifingu Kórónaveirunnar. Þetta á líka við um söfn á landsbyggðinni. Ekki safnast dagsektir á bækur sem hafa skiladag á tímabilinu. Lánþegar geta því rólegir lúrt á lánsbókunum langt fram í apríl án þess að eiga í hættu að mæta hárri sekt við skilin 14. apríl.

Sum minni söfn bjóða upp á heimsendingu á bókum. Kíktu á hvaða þjónustu þitt bókasafn býður upp á á meðan lokin stendur yfir. Fyrir aðra er rétt að minna á rafbókasafnið.

 

Lestu þetta næst

Sniðugar árstíðarverur

Sniðugar árstíðarverur

Þessi bók er tileinkuð öllum þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Ég held að...

Í dótaheimi

Í dótaheimi

Fyrir mörgum árum síðan, í fyrndinni, las ég sjálf ljóð Þórarins Eldjárns. Þegar ég eignaðist mín...

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...