Bókamerkið: Léttlestrarbækur og sumarútgáfa barnabóka

16. september 2020

Bókamerkið-léttlestrarbækur og sumarútgáfa barnabóka
Tónlistarspilari

Í fyrsta hlaðvarpsþætti Lestrarklefans þetta haustið ræða Rebekka Sif og Katrín Lilja um sumarútgáfu barnabóka í stúdíói með Arndísi Þórarinsdóttur, rithöfundi. Í sumarútgáfunni voru léttlestrarbækur í miklum meirihluta. Hvers vegna er mikilvægt að nægt úrval nýrra barnabóka sé í boði á sumrin? Hvaða bækur hittu í mark? Bókasafnið eða bókabúðin?

Tveir af barnabókahöfundum sumarsins eru í viðtali. Það eru er Brynhildur Þórarinsdóttir, höfundur bókarinnar Dularfulla símahvarfið og Guðni Líndal Benediktsson, höfundur bókarinna Hundurinn með hattinn 2. Rebekka ræðir við Brynhildi í gegnum hið vinsæla fjarfundarforrit Zoom, enda voru þær staddar í sitthvorum landshlutanum. Guðni var hins vegar nýlega kominn til landsins frá Skotlandi, þegar viðtalið var tekið. Hann hitti Katrínu Lilju á kaffihúsi að lokinni fimm daga sóttkví í sumarbústað í Flókadalnumog tveimur Covid-skimunum. Við veltum fyrir okkur hvernig kófið hafði áhrif á skrifin? Eru nýjar hugmyndir í kollinum hjá höfundunum? Hver er munurinn á milli þess að vera með bók í jólabókaflóðinu eða að gefa út að sumri til?

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan en einnig er hægt að nálgast alla þætti Lestrarklefans á Spotify undir leitarorðinu Bókamerkið.

Í næsta þætti sem fer í loftið um miðjan október verður litið á ljóðin.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

 

 

 

 

Lestu þetta næst

Sniðugar árstíðarverur

Sniðugar árstíðarverur

Þessi bók er tileinkuð öllum þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Ég held að...

Í dótaheimi

Í dótaheimi

Fyrir mörgum árum síðan, í fyrndinni, las ég sjálf ljóð Þórarins Eldjárns. Þegar ég eignaðist mín...