Bókamerkið – Furðusögur og ungmennabækur

2. desember 2020

Katrín Lilja og Rebekka Sif ræða um furðusögur og ungmennabækur. Athygli vekur að stór hluti ungmennabóka í ár eru furðusögur. Í raun flokkast furðusögur oft til ungmennabóka, en er það rétt? Eru allar furðusögur ungmennabækur? Og eiga furðusögur eingöngu erindi til ungmenna? Hvað ræður því hvort furðusaga flokkist sem ungmennabók eða bók fyrir fullorðna? Hvað er eiginlega furðusaga!?

Kristín Björg Sigurvinsdóttir, höfundur Dóttur hafsins, er gestur í þættinum og Katrín Lilja hitti Alexander Dan, höfund Skammdegisskugga og Vætta, á Bríetarreitnum til að ræða stöðu furðusagna á Íslandi.

Einnig ræða Katrín Lilja og Rebekka Sif um nýútkomnar ungmennabækur og þær bækur sem flokkast sem furðusögur í flokki skáldsagna fyrir fullorðna.

Gerð þáttanna er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

 

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...