Dagana 5.-7. nóvember verður haldin furðusagnahátíðin IceCon í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Hátíðin er haldin í þriðja sinn hér á Íslandi og er í stíl erlendra furðusagnahátíða líkt og WorldCon og EuouroCon.

IceCon er opin öllum og hvetur Lestrarklefinn alla til að mæta á hátíðina. Meðal heiðursgesta í ár eru Hildur Knútsdóttir, Mary Robinette Kowal, bandarískur rithöfundur sem nýverið vann Nebula, Hugo og Locus verðlaunin öll fyrir skáldsöguna Calculating Stars og Ted Chiang, sem einnig hefur unnið Nebula, Hugo og Locus verðlauninn fyrir smásögurnar sínar. Sagan hans „The Story of Your Life“ varð gerð að Hollywood myndinni Arrival árið 2017.

Á síðu Lestrarklefans má nálgast umfjallanir um fjölda bóka eftir höfunda sem eru gestir á hátíðinni.

Hægt er að nálgast dagskrá hátíðarinnar hér.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...