„Þetta vilja börnin sjá!“ í Gerðubergi

23. janúar 2019

Þann 20. janúar síðastliðinn var opnuð sýningin Þetta vilja börnin sjá! á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Á sýningunni er hægt að skoða myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018. Sýningin í Gerðubergi stendur til 31. mars og er opin á milli 9:00 og 18:00. Eftir 31. mars fer sýningin á flakk um landið. Fyrsti viðkomu staður er Amtsbókasafnið á Akureyri, þar sem sýningin opnar í byrjun apríl.

Á sýningunni má meðal annars sjá teikningar Ryoko Tamura sem myndskreytti Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu, teikningar eftir Sigrúnu Eldjárn og Rán Flygenring, sem myndskreytti meðal annars bækurnar Fuglar og Skarphéðinn Dungal. Sýningin í ár er sú sautjánda og er vel til þess fallin að sýna þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Að þessu sinni taka nítján teiknarar þátt í sýningunni:

  • Anna Lísa Björnsdóttir
  • Arnór Kárason
  • Bergrún Íris Sævarsdóttir
  • Elsa Nielsen
  • Freydís Kristjánsdóttir
  • Hafsteinn Hafsteinsson
  • Heiða Rafnsdóttir
  • Heiða Björk Norðfjörð
  • Ingi Jensson
  • Kristín Ragna Gunnarsdóttir
  • Laufey Jónsdóttir
  • Linda Ólafsdóttir
  • Martine Jaspers-Versluijs
  • Rán Flygenring
  • Ryoko Tamura
  • Sigmundur B. Þorgeirsson
  • Sigrún Eldjárn
  • Svafa Björg Einarsdóttir
  • Þórarinn Már Baldursson

 

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...