Sigurvegarar í lestrarátaki Ævars

21. mars 2019

Dregið var út í lestrarátaki Ævars vísindamanns í gær. Þetta var fimmta og jafnframt síðasta lestrarátak Ævars sem lauk með hvelli, þar sem ekki eingöngu fimm nöfn voru dregin úr pottinum heldur var foreldrum líka boðið að taka þátt í þetta sinn.

Eins og var að vænta var met slegið í lestrarátakinu í ár og alls hafa verið lesnar um 330.000 bækur í öllum fimm lestrarátökum Ævars vísindamanns. Það er um ein bók á hvers mannsbarn á Íslandi!

Veittar voru viðurkenningar fyrir hlutfallslega mesta lestur á hverju skólastigi og sömuleiðis þann skóla sem las hlutfallslega mest í heildina:

Yngsta stig: Álftanesskóli
Miðstig: Árskógarskóli
Efsta stig: Þelamerkurskóli
Yfir öll skólastig: Grunnskóli Drangsness

Allir þessir skólar fá það í verðlaun að vera skrifaðir inn í síðustu bókina í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok, sem kemur út í júní.

Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands og Lilja D. Alfredsdottir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum fyrr í dag við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni, Grófinni. Hin sex heppnu sem dregin voru verða gerð að persónum í Óvæntum endalokum. Þau voru:

Foreldri: Jórunn Móna Stefánsdóttir í Álftanesskóli.
Julía Wiktória Sakowicz, 4. bekk í Grunnskólinn Hellu
Kristbjörg María Álfgeirsdóttir, 3. bekk í Grunnskólinn í Stykkishólmi
Ingunn Jónsdóttir, 2. bekk í Flataskóli
Ísold A Guðmundsdóttir, 6. bekk í Kerhólsskóla
Rakel Líf, 3. bekk Salaskóli.

Einnig var einn sigurvegari dreginn út í hverjum skóla sem fær áritað eintak af Óvæntum endalokum að gjöf þegar bókin kemur út. Listinn yfir þá krakka hefur verið sendur á netföng allra skóla sem tóku þátt

Ævar Þór Benediktsson var að vonum ánægður og snortinn af árangri allra lestrarhestanna í landinu.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...