Glæpasögur í apríl – páskakrimminn

31. mars 2019

Bækur eiga að vera bráðnauðsynlegar allt árið! Það finnst okkur í Lestrarklefanum að minnsta kosti. Þess vegna finnst okkur tilefni til að herma eftir frændum okkar, Norðmönnunum, þegar kemur að hefðinni í kringum páska. Í Noregi fara nefnilega allir í„hytte“ með „påskekrimen“ yfir páskana. Þess vegna reyna bókaútgefendur að koma öllum glæpasögnum út rétt fyrir páskana og samkeppnin er víst ansi hörð í landi fjalla, fjarða og skóga.

Sennilega er mest gefið út af glæpasögum af öllum bókategundum í heiminum. Þær eru alls staðar og hinn almenni lesandi verður seint þreyttur á að lesa góða glæpasögu. En þrátt fyrir að vera víðlesnar hefur oft verið litið niður á glæpasögurnar. Þær sagðar óæðri öðrum bókmenntum, ekki eins fínar. En það þarf mikla lagni til að geta skrifað góða glæpasögu, þótt formúlan sé kannski alltaf sú sama. En ætli það sé ekki bara það sem lesandinn vill? Stundum er bara notalegt að geta lesið góða bók í afslöppun, þótt maður hafi góða hugmynd um hvernig hún endi.

Kipptu með þér páskakrimma í bústaðinn í apríl. Hver veit nema páskakrimminn leynist ekki bara í bústaðnum. Nartaðu í páskaegg og góðan krimma. Lestu með okkur glæpasögurnar! #páskakrimmi #lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...