Sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi verður Furðusagnahátíðin Æsingur haldin í Norræna húsinu. Hátíðin er angi af Icecon furðusagnahátíðinni þar sem dagskrá fer að mestu fram á ensku. Á Æsingi fer dagskrá þó eingöngu fram á íslensku. Til umræðu verða furðusögur. Hvaða stöðu þær hafa í íslenskri sagnamenningu og hvert stefna þær? Á mælendaskrá eru höfunda, útgefendur og annað bókmenntafólk.
Áhugasamir um furðusögur (e. fantasy) eru hvattir til að kíkja á hátíðina. Aðgangur á hátíðina er ókeypis og fjölmörg áhugaverð erindi á dagskránni. Eftir hátíðina verður boðið upp á PubQuiz í Stúdentakjallaranum. Hægt er að kynna sér viðburðinn betur á Facebook-síðu Æsings.
Dagskrá Æsings:
14:00 – Hátíð sett