Maí er genginn í garð með sínu loforði um góða og bjarta daga. Tilfinningin þegar vetri sleppir er svolítið eins og að koma úr kafi og draga andann djúpt, teyga ferskt loft í lungun og sálina. Ekki síst núna þegar slaknar aðeins á samkomubanni á sama tíma og vorið hefur innreið sína. Við erum öll að koma upp úr djúpinu.

En við ætlum þó ekki að beina kastljósi okkar að djúpsjávarbókum eða vorbókum í maí. Enn er samkomubann, þótt á því slakni og von til að veiran sé á undanhaldi. Við ætlum því að halda áfram að hvetja fólk til að lesa, en velja sér núna bækur sem hafa verið kvikmyndaðar. Það er gaman að lesa bók og horfa svo á myndi og bera saman þessi mismunandi listform.

Fjöldinn allur af kvikmyndum og þáttum hafa byrjað sem bækur eða myndasögur. Það er svo mjög mismunandi hvernig aðlögun að hvíta tjaldinu er háttað. Stundum heppnast það vel, stundum illa. Eitt er alveg víst, maður verður aldrei leiður á því að rökræða um hvort var betra – bókin eða bíómyndin?

#bíóbækur

Lestu þetta næst

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...