Í lok september á hverju ári hefur skapast hefði fyrir því á bókasöfnum um allan heim að draga fram í dagsljósið bækur sem í gegnum tíðina, af einhverjum ástæðum, hafa verið bannaðar. Til þess að bók komist á listann þarf hún að hafa verið bönnuð einhvers staðar í heiminum á einhverjum tíma. Sumar staldra stutt við í banni en aðrar stansa lengur við.
Bækur hafa verið bannaðar vegna alls kyns duttlunga. Til dæmis:
- Bókin er of ofbeldisfull
- Bókin er of kynferðisleg
- Bókin þykir satanísk
- Bókin sýnir galdra í of jákvæðu og kæruleysislegu ljósi
- Bókin er and-kristin
- Bókin er móðgandi
Og svo mætti lengi telja. Veist þú um einhverjar bannaðar bækur? Segðu okkur frá þeim! Taggaðu Lestrarklefann á samfélagsmiðlum með @Lestrarklefinn og notaðu myllumerkið #bönnuðbók.