Stjörnugjöfin aflögð

Ritstjórn Lestrarklefans hefur ákveðið að leggja stjörnukerfið á hillluna. Hér eftir verða ekki gefnar stjörnur fyrir bækur á Lestrarklefanum. Frekar verður lögð áhersla á vandaðar og upplýsandi umfjallanir um bækurnar. Upphaflega var aldrei ætlunin að Lestrarklefinn gæfi stjörnur á eins flókna listsköpun og ritverk.

Stjörnuverðbólgan, sem einkenndi síðasta jólabókaflóð, gerði stjörnugjöf að einhverju leiti ómarkverða. Fjöldi bóka sem fengu fimm stjörnudóma á miðlum, meðal annars hjá Lestrarklefanum, var úr samhengi. Við hlýtum því orðum Kolbrúnar Bergþórsdóttur og leggjum niður stjörnukerfið okkar og reynum að axla ábyrgð og færa íslenska bókmenntaumfjöllun í átt frá stjörnum og að merkingabærari umræðu.

Pennar Lestrarklefans leggja sig fram um að vera vandvirkir og sanngjarnir í umfjöllunum sínum. Það dregur úr vægi umfjallaninnar sjálfrar þegar mest áhersla er lögð á stjörnur, en ekki það sem sagt hefur verið um bókina. Við vonum með þessu að lesendur okkar gefi orðunum meira vægi og kjósi að lesa bækur út frá umfjöllun, en ekki stjörnugjöf.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...