Þessi umfjöllun inniheldur spilla. Ég er nýflutt í íbúð með góðar svalir sem baðaðar eru...
Védís Ragnheiðardóttir
Védís er doktorsnemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, með áherslu á miðaldabókmenntir. Þrátt fyrir að hafa lokið meistaraprófi í íslenskum bókmenntum hefur Védís aldrei haft gaman af fagurbókmenntum, hún kýs miklu frekar formúlubækur á borð við skvísubækur, fantasíur og krimma. Meðal miðaldabókmennta er áhugasvið Védísar formúlubókmenntir þess tíma: íslenskar riddarasögur. Védís las mikið sem barn og unglingur en lestur annarra bóka en fræðirita hefur á seinni tímum oft setið á hakanum. Védís starfar í dag sem aðjunkt við Háskóla Íslands og kennir þar íslensku sem annað mál, ritfærni og málnotkun.
