Hugrún Björnsdóttir er vefstjóri Lestrarklefans og starfar sem verkefnastjóri í hugbúnaðargeiranum. Hún býr með manni sínum og þremur börnum í Garðabæ. Hugrún er menntuð í stjórnmálafræði, blaðamennsku, vefþróun og verkefnastjórnun. Yfirleitt er hún að lesa nokkrar bækur í senn; u.þ.b. þrjár fræðibækur fyrir hverja skáldsögu. Hvað varðar skáldsögurnar les hún mest af glæpasögum/ráðgátum og ástarsögum þó hún hafi gaman af allskonar bókmenntum. Hugrún er alls ekki snobbuð þó hún búi í Garðabæ – nema þegar kemur að kaffi. Hún reynir að gera vel við sig í hverjum bolla því lífið er of stutt til að drekka vont og leiðinlegt kaffi.
Hún er með netfangið hugrun [hjá] lestrarklefinn.is