Sjöfn Hauksdóttir

Sjöfn Hauksdóttir er ljóðskáld og myndlistamaður. Hún er með B.A. og M.A. gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og hefur sérstakt dálæti á leikritum, spennusögum og bandarískum fagurbókmenntum. Hún elskar samtvinnun mismunabreyta, strúktúralískan marxisma og síðnýlendufræði. Fyrsta ljóðabók Sjafnar kom út árið 2018 hjá Kallíópu og ber heitið Ceci n’est pas une ljóðabók. Vorið 2020 kemur út önnur ljóðabók hennar, Úthverfablús.