Þorsteinn er fornfræðingur sem þýðir að hann kann bæði latínu og grísku. Hann les þó töluvert meira af bókum á núlifandi tungumálum. Hann býr svo illa að vera giftur Ragnhildi, sem einnig skrifar fyrir Lestrarklefann og hefur leitt hann út á þessa vafasömu braut í lífinu. Árið 2018 gaf hann út bókina Hundakæti. Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881-1884. Þorsteinn velur sér gjarnan þungar bækur með fræðilegu ívafi. Ótrúlegt en satt klárar hann ekki nema lítinn hluta þeirra bóka sem hann byrjar á.