Auðleysanlega flétta

Fléttan eftir franska rithöfundinn og kvikmyndaleikstjórann Laetitiu Colombani er einföld bók. Sagan segir frá þremur konum sem tengjast án þess að gera sér grein fyrir því. Smíta er stéttleysingi í Indlandi sem berst gegn ríkjandi skipulagi samfélagsins og neitar að láta dóttur sína halda áfram að lifa sem stéttleysingi. Guilia vinnur í fyrirtæki föður síns sem er hárkolluverksmiðja á Sikiley. Að lokum er það hin metnaðargjarna Sarah frá Kanada, þriggja barna einstæð móðir sem er líka ofurmetnaðargjarn lögfræðingur sem stefnir hraðbyri að því að verða meðeigandi í fyrirtækinu sem hún starfar fyrir þegar hún greinist með illvígan sjúkdóm.

Í umsögninni um bókina segir að sögur þessara kvenna tengist á óvæntan hátt. Mér fannst söguþráðurinn alls ekkert óvæntur og ég var strax á fyrstu síðum bókarinnar búin að sjá í gegnum allan söguþráðinn. Það kom mér ekkert á óvart og ég varð fyrir smá vonbrigðum með bókina. Ég átti mjög erfitt með að tengja við persónurnar í bókinni af því Colombani velur að láta konurnar segja lítið sjálfar í bókinni. Lesandinn fær að heyra hugsanir þeirra og lesa um samtöl, en alderi leið mér eins og ég væri inni í bókinni, inni í umhverfinu. Mér fannst ég einhvern veginn allan tímann vera að lesa eitthvað sem var hraðsoðið og hent niður á blað til þess eins að sjá hvernig það kæmi út en aldrei fullunnið. Bókin er ekki nema rétt rúmlega tvöhundruð síður en það tók mig meira en mánuð að komast í gegnum hana, einfaldlega af því ég missti alltaf áhugann á konunum sem eiga að vera þungamiðjan í bókinni.

En þetta álit á bókinni er ekki það sem er gegnum gangandi virðist vera. Fléttan hefur komist á fjölda metsölulista og sló í gegn í Frakklandi þegar hún kom út árið 2017. Nú þegar hefur útgáfuréttur á bókinni verið seldur til tuttugu og átta landa, sem verður að teljast nokkuð gott fyrir höfund sem er að senda frá sér sína fyrstu bók. Og því verð ég að velta fyrir mér hvað er það sem heillar aðra við bókina? Bókin er vissulega mjög feminísk. Allar konurnar þurfa að kljást við fyrirframgefnar hugmyndir um kvenhlutverkið og gamlar kreddur og fordóma. Þetta passar mjög vel inn í andrúmsloftið í samfélaginu í dag samfara #metoo-byltingunni og öllu því fylgdi henni. Hugsanlega er það það sem heillar við bókina og hefur hleypt henni á það skrið sem hún er á. Sagan er líka frumleg og ég get vel ímyndað mér hvernig hugmyndin að henn kviknaði án þess þó að hafa mögulega getað dottið hana sjálfri í hug. Að auki get ég vel ímyndað mér að mjög auðvelt verði að færa söguna yfir á hvíta tjaldið. Reyndar spái ég því að þessi bók verði kvikmynduð innan nokkurra ára. Hún hefur allt sem til þarf: Sorg, gleði, erfiðleika og ást.

En burtséð frá því öllu, þá er bókin ágætis afþreying og ég veit að það eru margir þarna úti sem höfðu gaman að sögunni og mæla með bókinni. Hver og einn verður að gera það upp með sjálfum sér hvort bók sé slæm eða góð.

 

Lestu þetta næst

Mjóifjörður kallar

Mjóifjörður kallar

„Ég get nú ekki sagt að ég hafi kunnað vel við mig á frumkvöðlanámskeiðinu en mér þótti gaman að...

Heillandi jóladraumar

Heillandi jóladraumar

Íslenski dansflokkurinn býður upp á Jóladrauma þessa aðventu. Um er að ræða danssýningu fyrir börn...

Næturbrölt

Næturbrölt

Í fyrra lásum ég og drengurinn minn bókina Tannburstunardagurinn mikli og vorum hæstánægð. Næsta...

Að ánetjast eldri konum

Að ánetjast eldri konum

Ég hef verið áðdáandi Evu Rúnar núna í þónokkur ár. Ljóðabækurnar hennar og örsagnasöfn hafa verið...