Sigurvegarar í lestrarátaki Ævars

Dregið var út í lestrarátaki Ævars vísindamanns í gær. Þetta var fimmta og jafnframt síðasta lestrarátak Ævars sem lauk með hvelli, þar sem ekki eingöngu fimm nöfn voru dregin úr pottinum heldur var foreldrum líka boðið að taka þátt í þetta sinn.

Eins og var að vænta var met slegið í lestrarátakinu í ár og alls hafa verið lesnar um 330.000 bækur í öllum fimm lestrarátökum Ævars vísindamanns. Það er um ein bók á hvers mannsbarn á Íslandi!

Veittar voru viðurkenningar fyrir hlutfallslega mesta lestur á hverju skólastigi og sömuleiðis þann skóla sem las hlutfallslega mest í heildina:

Yngsta stig: Álftanesskóli
Miðstig: Árskógarskóli
Efsta stig: Þelamerkurskóli
Yfir öll skólastig: Grunnskóli Drangsness

Allir þessir skólar fá það í verðlaun að vera skrifaðir inn í síðustu bókina í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok, sem kemur út í júní.

Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands og Lilja D. Alfredsdottir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum fyrr í dag við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni, Grófinni. Hin sex heppnu sem dregin voru verða gerð að persónum í Óvæntum endalokum. Þau voru:

Foreldri: Jórunn Móna Stefánsdóttir í Álftanesskóli.
Julía Wiktória Sakowicz, 4. bekk í Grunnskólinn Hellu
Kristbjörg María Álfgeirsdóttir, 3. bekk í Grunnskólinn í Stykkishólmi
Ingunn Jónsdóttir, 2. bekk í Flataskóli
Ísold A Guðmundsdóttir, 6. bekk í Kerhólsskóla
Rakel Líf, 3. bekk Salaskóli.

Einnig var einn sigurvegari dreginn út í hverjum skóla sem fær áritað eintak af Óvæntum endalokum að gjöf þegar bókin kemur út. Listinn yfir þá krakka hefur verið sendur á netföng allra skóla sem tóku þátt

Ævar Þór Benediktsson var að vonum ánægður og snortinn af árangri allra lestrarhestanna í landinu.

Lestu þetta næst

Sögur til næsta bæjar

Sögur til næsta bæjar

Sagnagerð er lúmsk kúnst sem þarf að rækta. Í janúar kom saman hópur af upprennandi höfundum í...