Nýr Svartfugl krýndur

Glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn voru afhentur fyrr í vikunni við hátíðlega athöfn í Gröndalshúsi. Eliza Reid, forsetafrú afhenti verðlaunin líkt og í fyrra. Að þessu sinni var það bókin Hefndarenglar eftir Eirík P. Jörundsson sem bar sigur úr býtum. Eiríkur hefur lengi ætlað að skrifa glæpasögu, segir hann í frétt á mbl.is. Hann hafi því slegið til þegar hann frétti af verðlaununum Svartfulginum árið 2017 og látið verða að því að skrifa glæpasögu. Í lýsingu á bókinni segir:

Þetta er sumarið sem breyttist í martröð. Sumarið þegar björt og saklaus tilvera hennar hrundi til grunna á einu löngu síðdegi. Þegar grár drungi lagðist óvænt yfir eilifa birtu Jónsmessunnar.

Blaðamaðurinn Sölvi er sendur til æskustöðva sinna, Súðavíkur, til að leita frétta af morði sem framið hefur verið í þorpinu. Samhliða því að setja sig inn í ýmis mál sem tengjast hinum myrta er hann skikkaður til að aðstoða unga og dugmikla blaðakonu sem vinnur að frétt um misnotkun á ungum stúlkum í undirheimum Reykjavíkur. Bæði málin taka óvænta stefnu og varpa nýju ljósi á skelfilega atburði úr fortíðinni.

Svartfulginn er glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt en Eva Björg Ægisdóttir bar sigur úr býtum á síðasta ári með bókinni sinni Marrið í stiganumVerðlaunin eru ætlum þeim höfundum sem ekki hafa sent frá sér glæpasögu áður.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...