Þrjátíu nýjar ljóðrýnir í nýjasta hefti Són

Í nýjasta hefi Són – Tímarit um óðfræði er að finna dóma um þrjátíu ljóðabækur sem komu út á árinu. Það er alltaf þörf á ljóðabókagagnrýni og því bendir Lestrarklefinn lesendum sínum á þessa nýjung sem ritstjórar Són reyna nú í annað sinn.

Annað efni tímaritsins er meðal annars áhugaverð grein um fyrsta prósann, ortan af bónda um miðja nítjándu öld. Sónarskáldið að þessu sinni er Eiríkur Örn Norðdahl sem semur sónarljóðið “Síreglulegri ringulreið”.

Tímaritið Són hefur komið út árlega frá árinu 2003. Þar eru birtar ritrýndar rannsóknargreinar og yfirlitsgreinar á sviði ljóðlistar, skáldskaparmála og bragfræði. Auk þess birtir tímaritið ritstýrðar umræðugreinar og smágreinar á sama sviði, umfjöllun og ritdóma um ljóðabækur og fræðirit. Són er gefið út af Óðfræðifélaginu  Boðn.

Lestu þetta næst

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...

Þú ert Blú!

Þú ert Blú!

Ég er mætt á söngleikinn Vitfús Blú og vélmennin. Ljósin kvikna og þrjár verur stíga á mitt sviðið. Þetta eru örlagaskvísurnar sem segja og syngja söguna með ákveðni og stæl. Sagan fjallar um nýjan heim, árið er 3033 og vélkvendið Algríma Alheimsforseti ætlar sér að taka yfir heiminn. En samkvæmt fornum spádómi eru örlög mannkynsins í höndum hins unga Vitfúsar Blú. Hann er eins konar messías sem þarf að bjarga öllum, þrátt fyrir að vera frekar klaufskur og einfaldur. Það er augljóst að verkið og sýningin er unnin með miklu hjarta alveg frá fyrstu drögum, mikil orka streymir frá leikhópnum og leikgleði einkennir verkið.

Ljóðræn hrollvekja

Ljóðræn hrollvekja

Þegar bækur sitja í huga manns lengi eftir lestur þá hefur maður dottið niður á góða bók, það er...