Umfjöllun um 38 ljóðabækur

Í  nýútkomnu tölublaði Són – tímarit um óðfræði er hægt að lesa umsagnir um 38 ljóðabækur sem komu út árið 2018. „Frá upphafi hefur tímaritið stefnt að því að fjalla um ljóðlist líðandi stundar og í þessu hefti er gert átak í þeim efnum,” segir í tímaritinu. Miðað var við að taka allar frumútgáfur sem voru auglýstar í Bókatíðindum og fáanlegar í bókaverslunum. Einnig er skemmtilegt að sjá að barnabækurnar voru ekki undanskildar í umsögnunum. Ljóðabækur sem fjallað er um eru bæði íslenskar og þýddar.

Lestrarklefinn fagnar þessu framtaki Són og hvetur lesendur til að kynna sér tímaritið.

Tímaritið Són hefur komið út árlega frá árinu 2003. Þar eru birtar ritrýndar rannsóknargreinar og yfirlitsgreinar á sviði ljóðlistar, skáldskaparmála og bragfræði. Auk þess birtir tímaritið ritstýrðar umræðugreinar og smágreinar á sama sviði, umfjöllun og ritdóma um ljóðabækur og fræðirit. „Á milli greina eru frumbirt ljóð eða ljóðaþýðingar skálda sem leitað hefur verið til.” Eitt Sónarskáld er í hverju hefti og að þessu sinni er það Sjón. Són er gefið út af Óðfræðifélaginu  Boðn.

Lestu þetta næst

Of flöt frásögn

Of flöt frásögn

Violeta er nýjasta skáldsaga Isabel Allende sem kom út á síðasta ári og stuttu síðar í íslenskri...

Blæðir þér?

Blæðir þér?

Í kvöld heiti ég Sara. Pabbi minn, sem kom með mér í leikhús, heitir líka Sara. Sama gildir um...

Er hægt að vera svona?

Er hægt að vera svona?

Nú í mars mánuði kom út hjá bókaútgáfunni Björt bókin Verity eftir Colleen Hoover í íslenskri...