Í gær hlaut Ragna Sigurðardóttir Sparibollann – verðlaun fyrir fegurstu ástarjátninguna fyrir smásagnasafnið sitt Vetrargulrætur. Veðrið setti nokkuð strik í reikninginn, gul viðvörun og vegir lokaðir, og færri komust á afhendinguna en vildu. Til dæmis komst Ragna sjálf ekki á viðburðinn til að taka við verðlaununum. Viðburðinum var þó streymt á FB frá Tryggvaskála.
Í umsögn dómnefndar um Vetrargulrætur segir:
Í Vetrargulrótum er ekki bara ein góð ástarjátning heldur er bókin sjálf ein samfelld ástarjátning til lífsins, fegurðar og sköpunar og litapallettu jarðarinnar. Þar er að finna ást í ólíkum formum og að lestri loknum situr eitthvað eftir innra með manni, hún skilur eftir ást í hjartanu.
Í bókinni er líf og litir og hvatning til allra þeirra sem vilja skapa og skrifa, og eins og Ragna sagði sjálf við verðlaunaafhendinguna, þá er það ástin á bókunum sem knýr okkur áfram.
Þetta er í fyrsta sinn sem Sparibollinn er veittur. Von er til að veiting Sparibollans verði árlegur viðburður, með það að leiðarljósi að vekja athygli á ást í bókum og í heiminum í kringum okkur. Lestrarklefinn óskar Rögnu til hamingju með verðlaunin. Hér er hægt að sjá aðra tilnefnda.