Auður Ava, Jón Kalman, Sigrún Eldjárn og fleiri í flóðinu

Fleiri bækur hafa bæst við í flóru nýútkominna og væntanlegra bóka og ljóst að mikils er að vænta í nýrri jólabókavertíð. Lesendur geta látið sig hlakka til jólalesturins.

 

Dýralíf eftir Auðu Övu Ólafsdóttur

Án efa eru margir sem bíða spenntir eftir að berja augum nýja bók Auðar Övu. Hennar er beðið af jafn mikilli óþreyju og beðið er eftir mörgum spennusögum. Nýja bókin heitir Dýralíf og útgefandi hefur birt eina tilvitnun úr bókinni: „Konu með mína starfsreynslu kemur fátt á óvart undir sólinni. Það er þá kannski helst maðurinn.“

Bókin kemur út í nóvember.

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Fjarvera þín er myrkur eftir Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman sendir frá sér skáldsögu í ár. Bókin ber nafnið Fjarvera þín er myrkur og eflaust bíða margir eftir því að lesa ljóðrænan texta Jóns Kalman. Tilvitnun úr bókinni segir: „Er það ábyrgð eða hugleysi að sætta sig við örlög sín?“

Bókin kemur út í nóvember.

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Gullfossinn eftir Sigrúnu Eldjárn

Sigrún Eldjárn slær hér botninn í þríleik sinn sem gerist í dystópískri framtíð þar sem rustar ráða ríkjum og börnin þurfa að hjálpa hinum fullorðnu að finna leiðir til að lifa af í ansi undarlegum veruleika. Fyrri bækurnar, Silfurlykillinn og Kopareggið hafa notið nokkurra vinsælda eins og aðrir þríleikir Sigrúnar. Víst er að hún hefur engu tapað í gegnum árin.

Bókina er hægt að nálgast í bókabúðum nú þegar eða í netverslunum.

 

 

 

[hr gap=“30″]

Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf eftir Snæbjörn Arngrímsson

Snæbjörn hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin á síðasta ári fyrir bókina sína Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins sem fékk góðar viðtökur. Nú heldur ævintýri Millu og Guðjóns G. Georgssonar áfram því dularfullir atburðir gerast enn í Álftabæ.

Bókina er hægt að nálgast í bókabúðum nú þegar eða í netverslunum.

 

 

 

[hr gap=“30″]

Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur

Kristín Svava sendir frá sér sína fjórðu ljóðabók í ár, hina bráðfallegu Hetjusögur.

Ljóðin í bókinni eru ort upp úr ritinu Íslenskar ljósmæður I–III sem séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar og kom út hjá Kvöldvökuútgáfunni á Akureyri 1962–1964. Þar eru prentaðir æviþættir og endurminningar 100 ljósmæðra.

Bókin er væntanleg í nóvember.

 

 

[hr gap=“30″]

Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson

Hjalti Halldórsson sendir frá sér fjórðu bókina sem er innblásin af Íslendingasögunum. Að þessu sinni er Gunnlaugs saga Ormstungu til umfjöllunnar og er Gunnlaugur sjálfur færður í ofurhetjubúning. Bók sem margir krakkar eiga eftir að keppast við að lesa, ekki síst þar sem kápa bókarinnar kallar á að hún sé lesin af ofurhetjuþyrstum lesendum.

Bókina er nú þegar hægt að nálgast í bókabúðum og í netsölu.

 

 

 

[hr gap=“30″]

Kindasögur 2. bindi eftir Guðjón Ragnar Jónasson og Aðalstein Eyþórsson

Vinsældir bókarinnar Kindasagna komu svolítið á óvart á síðasta ári, en hún rokseldist. Í bókinni eru hetjusögur af kindum, sögur af kindum sem hafa orðið nokkurs konar þjóðsagnaverur fyrir útsjónarsemi, óþekkt og sjálfstæði. Án efa á bók númer tvö eftir að slá í gegn líka.

Bókna er nú þegar hægt að nálgast í bókabúðum og netsölu.

 

 

 

[hr gap=“30″]

Blóðrauður sjór eftir Lilju Sigurðardóttur

Lilja Sigurðardóttir sendir frá sér nýja glæpasögu í ár eins og árin á undan. Í kynningu á bókinni segir: „Þegar athafnamaðurinn Flosi kemur heim í kvöldmat er allt á rúi og stúi en Guðrún kona hans horfin. Á eldhúsborðinu bíður bréf um að henni hafi verið rænt og ef Flosi greiði ekki himinhátt lausnargjald verði hún drepin. Hann má ekki leita til lögreglunnar en eftir krókaleiðum kemst hann í samband við Áróru, sem vinnur við að finna falið fé, og Daníel rannsóknarlögreglumann. Án þess að nokkuð spyrjist út reyna þau í sameiningu að átta sig á hvað hefur gerst. Getur verið að ránið á Guðrúnu tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti – eða er skýringin ef til vill mun nærtækari?“

Bókin er þegar komin í bókabúðir og í netverslun.

 

[hr gap=“30″]

Gata mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur

Bækur Kristínar Marju hafa hingað til verið uppfullar af kvennakrafti og ný skáldsaga hennar virðist engin undantekning. „Gata mæðranna gerist á sjöunda áratugnum og hlutverk kynjanna eru skýr. Heima í götunni ráða konurnar ríkjum, þar er þeirra veröld, með börnum og þvottum, glápi og skvaldri – en líka leyndarmálum og ósögðum orðum, ástleysi og ást.

Á kvöldin situr Marín innan við glerið í miðasölunni, teiknar og lætur hugann reika. Hún er á leið út í lífið eftir stúdentspróf, óviss um hvað bíður hennar og hvers hún óskar sér. Leit hennar að leiguherbergi leiðir hana hús úr húsi, frá einni konu til annarrar. Allar eiga þær sögur og drauma, en í kring sveima karlar með sínar hugmyndir og ráðagerðir.“

Bókina er hægt að nálgast í bókabúðum og netverslunum.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...