Leslistar

Barnabækur fyrir sumarið!

Manst þú hver var uppáhalds bókin þín þegar þú varst lítil/lítill? Manstu hvaða bók fékk þig til að langa að lesa meira? Hefurðu fundið fyrir uppljómun eftir lestur barnabókar? Manstu fyrstu bókina sem þú kláraðir spjaldanna á milli og fylltist stolti? Barnabækur eru nefnilega bækurnar sem snerta okkur fyrir lífstíð og öll lumum við á…

Sumar fyrir ljóðalestur

Nú er sumarið runnið í hlað og því fylgir sumarlesturinn. Eins og nefnt var í pistlinum Lestraráskorun Sumarfrísins! þá eigum við það til að telja okkur of upptekin á sumrin til að taka okkur tíma til að glugga í bók. En þá má einmitt ná ró og næði með því að demba sér í eina…

Fletta, fletta, fletta: Harðspjaldabækur

Eins og þið kannski vitið, þá er þetta ekki fyrsta færslan um harðspjaldabækur fyrir smábörn sem birtist hér á Lestrarklefanum. Áður hefur Erna fjallað um þá stóráhugaverðu bók Iggul Piggul og svo tónabækurnar. Ég get hins vegar fyrir mitt litla líf ekki skrifað stuttar bloggfærslur og því birti ég hér hvorki meira né minna en…

Árslisti Lestrarklefans fyrir árið 2018

Árið 2018 var fyrsta ár Lestrarklefans og svo heppilega vill til að þetta var með eindæmum gott bókaár. Við lásum margar frábærar bækur, en í tilefni áramótanna tíndum við saman smá lista yfir þær bækur sem okkur finnst standa upp úr í útgáfu ársns. MúmínÁlfarnir eftir Tove Jansson   Í dag er hægt að sitja…

Lesefni fyrir unglinga í 8.-10. bekk – Listi

Eins og með fyrri lista Lestrarklefans þá er þessi listi alls ekki byggður á vísindalegum athugunum. Hins vegar var skólabókasafnsfræðingur fenginn sem álitsgjafi og kunnum við viðkomandi miklar þakkir fyrir. Flóra bóka fyrir þennan aldur er ótrúlega ríkuleg, bæði af íslenskum bókum og bókum á öðrum tungumálum. Sjálf las ég mest á ensku á þessum…

Lesefni fyrir krakka í 5.-7. bekk

Rétt eins og hja yngri börnum, þá getur verið erfitt að finna lesefni fyrir krakka á miðstigi í skóla. Þetta er aldurinn sem flestir krakkar, sem yfir höfuð hafa áhuga á því að lesa, eru farnir að lesa sér til gamans. Þess vegna eru sögurnar orðnar flóknari, textinn lengri og bækurnar þykkari. Þetta er skeiðið í…

Lesefni fyrir yngstu lesendurna – listi

Nú þegar skólarnir eru komnir á skrið og nýjir lesendur eru að uppgötva leyndardóma lesturs, stafa og læsis, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér lesefni fyrir yngstu lesendurna. Ég fékk í lið með mér skólabókasafnskennara til að klastra saman góðum lista yfir vinsælustu bækurnar fyrir börn í 1.-4. bekk. Listinn er á…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is