Kver bókaútgáfa hefur síðustu ár endurútgefið fjölda bóka eftir Roald Dahl í nýrri þýðingu Sólveigar Hreiðarsdóttur. Nú síðast kom út hjá þeim Refurinn ráðsnjalli

Náttúran á móti manninum

Roald Dahl hefur heillað heilu kynslóðirnar með sagnagleði sinni og bráðfyndnum bókum. Þær eru oftar en ekki töluvert skautaðar, það er að segja gott á móti illu og svart á móti hvítu. Sagnaheimur Dahls er öfgafullur, ýktur og fullur af hugmyndaauðgi og börn og dýr eru oftar en ekki þau sem hafa rétt fyrir sér fram yfir fullorðna. Það er aldrei hægt að sjá fyrir endann fyrirfram í bókunum hans og fyrir vikið koma þær alltaf á óvart.

Í Refurinn ráðsnjalli þarf refurinn að lifa af fólskulega árás þriggja bænda, þeirra Vamba, Skramba og Þjórs, á hólinn þar sem hann býr. Í mörg ár hefur refurinn rænt sér til matar af bóndabýlum þeirra en dag einn fá bændurinir nóg. Þeir ætla að ná refnum! Refurinn þarf því að vera ráðsnjall til að hann, Fóa tófa og yrðlingarnir þeirra þrír geti lifað af.

Lesið fram yfir háttatíma

Bókin er vel þýdd og grípur unga lesendur strax. Vambi, Skrambi og Þjór eru illmennin í sögunni en að sama skapi ansi spaugilegar persónur. Fyrir unga lesendur sem eru að ná tökum á hraðlestri er bókin fín til að auka við áhugann. Krakkarnir vilja sjá hvernig fer fyrir aumingja rebba og félögum. Ég heyrði meira að segja af ungum lesanda í öðrum bekk sem laumaðist til að lesa fram yfir lestrartímann sinn í þessari bók, því hún var svo spennandi! Það er góð einkunn á bók.

Söguþráðurinn er einfaldur og auðskilinn. Bókin er fyndin og forvitnileg og endar á góðum nótum. Prýðileg bók til að auka við lestur yngri lesenda.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.