Þegar líða tekur á maí verður erfiðara og erfiðara að lesa. Skólabækurnar taka mikinn tíma og sólin kallar fyrir utan gluggann, lofandi öllu fögru. Hafðu samt í huga að það er ennþá skítakuldi fyrir utan gluggann.

Þegar svona stendur á er ekki hægt að sökkva sér í djúpar skáldsögur sem krefjast of mikils af heilabúinu. Í huganum ertu upptekin/nn við að skipuleggja garðvinnu, læra fyrir prófið í næstu viku, koma af þér þessari ritgerð eða lesa í síðasta sinn yfir glósurnar. Hugurinn er upptekinn og því ætti að velja lesefni sem slakar á huganum.

Sjálfri finnst mér ekkert betra en að lesa svæsna vísindaskáldsögu, með vafasamri persónusköpun, eða fallega ástarsögu sem fylgir í þaula fyrirframgefinni formúlu. Það er afslappandi og hrein afþreying að lesa þannig bækur.

Maí mánuður verður því tileinkaður bókum sem okkur í Lestrarklefanum þykir vera hrein afþreying, það er svo annað mál hvort lesendur okkar eru því sammála og þið megið gjarnan láta í ykkur heyra á samfélagsmiðlum. Okkur þykir gaman að heyra frá ykkur.

#Hreinafþreying #Lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Mjóifjörður kallar

Mjóifjörður kallar

„Ég get nú ekki sagt að ég hafi kunnað vel við mig á frumkvöðlanámskeiðinu en mér þótti gaman að...

Heillandi jóladraumar

Heillandi jóladraumar

Íslenski dansflokkurinn býður upp á Jóladrauma þessa aðventu. Um er að ræða danssýningu fyrir börn...

Næturbrölt

Næturbrölt

Í fyrra lásum ég og drengurinn minn bókina Tannburstunardagurinn mikli og vorum hæstánægð. Næsta...

Að ánetjast eldri konum

Að ánetjast eldri konum

Ég hef verið áðdáandi Evu Rúnar núna í þónokkur ár. Ljóðabækurnar hennar og örsagnasöfn hafa verið...