Jólasvínið efti JK Rowling kom samtímis út á fjölda tungumála í lok október og þar á meðal á íslensku, í þýðingu Ingunnar Snædal. Í Jólasvíninu segir frá Jack, sem elskar Día sinn, lítinn og tættan taugrís sem hefur fylgt honum allt frá fæðingu. Líf Jack er nokkuð hefðbundið miðað við barn á Vesturlöndum. Hann skortir ekkert, nema kannski athygli foreldra sinna. Þegar foreldrar hans skilja og Jack fær skyndilega nýja systur týnist Díi í rifrildi þeirra á milli. Hversi langt er Jack tilbúinn að ganga til að endurheimta Día sinn aftur.

Nákvæm söguuppbygging

Sambandið milli Día og Jack er byggt upp hægt og rólega í fyrri hluta sögunnar. Einsemdin sem Jack upplifir þegar foreldrar hans skilja er miðlað af festu sem aðeins góð sagnakona getur gert. Mikilvægi Día í lífi Jack er aldrei vafamál. Díi veit allt, skilur allt. Díi er ómissandi. Rowling gefur sér tíma til að byggja upp söguna og bólstra persónurnar. Hún flýtir sér hvergi.

Sagan tekur Jack yfir í annan heim, Glatkistuna, þar sem Hlutir fara þegar þeir týnast. Þar ríkir hinn ægilegi Hrifsari sem að lokum mun taka í sundur alla Hluti sem ekki er saknað af mönnunum. Hvað verður til dæmis um einnota glösin? Þau enda í Glatkistunni. Séu þau endurnýtt, öðlast þau aftur á móti nýtt líf fjarri Hrifsaranum. Jack fer með staðgengilssvíninu, Jólasvíninu sem átti að bæta upp fyrir hinn týnda Día, í Glatkistuna til að leita að Día. Sagan leiðir þá í gegnum miklar hremmingar og hættur.

Aðventulesning ársins

Síðustu ár hef ég valið eina jólabók úr jólabókaflóðinu sem mér finnst henta eintaklega vel til lesturs yfir aðventuna. Ein jólin var það Jólasveinarannsóknin og önnur jólin var það Snjósystirin. Í ár verður það Jólasvínið þótt bókinni sé ekki skipt upp í 24 kafla. Mér fannst bókin grípandi lesning og ég efast ekki um að hún eigi eftir að heilla unga lesendur á svipaðan hátt og hún heillaði mig.

Verðmæti hluta

Sagan gengur hinn þrönga veg á milli þess að vera ógnvekjandi eða hugljúf. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa til þess að leikföngin séu lifandi. Að þau hafi drauma og þrár. Jólasvínið er vel til þess fallið að fá börn, sem eiga ofgnótt af leikföngum, til að velta fyrir sér verðmæti hluta sinna. Passa betur upp á þá og virða þá meira, sem er ekki vanþörf á á mínu heimili. Á sama tíma gagnrýnir Rowling örlítið neyslusamfélagið. Börn eigi allt of mikið og sjái ekki verðmætið í hlutum sínum. Mörg leikföng eru þeim einskis verð, því það er ofgnótt af þeim.

Jólasvínið er falleg barnabók sem hægt er að lesa fyrir börn, sex ára og eldri. Eldri börnin ættu að sjálfsögu að spreyta sig á lestrinum sjálf. Auðvelt er að spegla sig í tilfinningum Jack; reiði, sorg, gleði, trega og efa. Bókin er rússíbanareið tilfinninga og virkilega gott ævintýri.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.