StineStregen er listamannsnafn dönsku listakonunnar Stine Spedsbjerg, sem teiknar meðal annars teiknimyndasögur á baksíðu Politiken. Hún var fyrst þekkt í gegnum samfélagsmiðlareikninga sína á Twitter, Instagram og Facebook, þar sem hún hlóð á sig fylgjendum. Í dag er hún þekkt nafn og hefur gefið út nokkrar bækur og þar á meðal Þetta verður langt líf, sem kemur út hjá Leó bókaútgáfu í frábærri þýðingu Einars Steins Valgarðssonar.

Bókin er óður til unglingsáranna. Eða líklega væri betra að segja hana samansafn vandræðalegra augnablika, dramakasta og kaldhæðni. Ung stúlka á unglingsaldri er aðalviðfangsefni Stine. Á hverri síðu bókarinnar glímir hún við einhver vandræði unglingsáranna, til dæmis vandræðalega foreldra, hræsni hinna eldri, loftslagskvíða, kvíða yfir höfuð, framtíðarótta, útlitsdýrkun og samfélagsmiðla. Stúlkan því nútíma ungmenni, með síma og samfélagsmiðla og allt sem þeim fylgir. Í raun má segja að lesandi öðlist smávægilega innsýn í líf ungmennis í dag við lestur bókarinnar.

Staðfærð þýðing

Bókin er teiknimyndasaga. Á hverri síðu er ein stök saga. Stundum er ekkert sagt, en auðvelt er að lesa úr teikningunum, sem eru aðal atriðið í bókinni. Litaþemað er ljósrauðbleikt og allar teikningar eru í þeim tón. Teikningarnar eru bráðskemmtilegar og fyndnar, en stundum hittir Stine á punkt og lesandinn situr eftir hugsi. Það er ágætis jafnvægi á milli þessara tveggja þátta; húmorsins og alvarleikans. Það getur nefnilega verið mjög erfitt að vera ungmenni og margt sem þarf að hugsa um og velta sér upp úr.

Einar Steinn þýðir bók Stine og það er gaman að sjá að hann staðfærir bókina. Til dæmis sönglar (lesist öskursyngur) mamma ungu stúlkunnar Nínu með Sálinni á einum stað. Þannig hittir bókin enn betur í mark hjá íslenskum unglingum. Það er gaman að sjá bók sem þessa koma út í íslenskri þýðingu. Oftar en ekki eru teiknimyndabækur aðeins til á ensku eða frummálinu á Íslandi og þá oftast innfluttar af Nexus, þeirri frábæru bókabúð. En það er gaman að sjá teiknimyndasögur frá erlendum höfundum á íslensku, og einmitt teiknimyndasögur sem eiga svo auðveldlega eftir að hitta í mark hjá ungmennum og hugsanlega mæðrum þeirra líka.

Þetta verður langt líf er bráðskemmtileg teiknimyndasaga um unga stúlku sem er að kljást við unglingsárin, vandamál þeirra og tilfinningar og þau nútímavandræði sem fylgja samfélagsmiðlum.

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.