Úr mannadraumum inn í veruleikann
Ljóð fangar ekki aðeins skammlífustu augnablikin í tungumálinu eins og drauma í lífi okkar, heldur sannfæra okkur líka um mikilvægi þeirra og áreiðanleika.
Hverjar eru væntingar til ljóða frá lesanda? Stingur hann upp á því að ljóð eigi að hljóma eins og blaðaprósi? Eða vill hann að auðveldara væri að skilja merkingu ljóða? Kannski er vandamálið við ljóð að það togar okkur inn á við, þróar einstaklingshyggju okkar og flestir vilja hið gagnstæða. Að skemmta sér á þann hátt sem hefur ekkert með erfiði eða flókna reynslu að gera.
Þeir vilja slaka á, láta ljóð fara með sig með tungumálinu sem þeir þekkja – tungumáli venjulegs sannleika og algengra orðasambanda. Þar sem ljóð er meira en nokkuð annað einstaklingsmál skáldsins, þá þolir fólk það ekki. Ég býst við að mörgum finnist eins og ljóð segi þeim ekki það sem þeir vilja vita í raun og veru. En ljóðaverk á ekki að lesa í leit að sannleikanum eins og hann kemur fram sem slíkur í hversdeginum, hvort sem það er sannleikur slúðursins eða fjölmiðlanna. Sömuleiðis þarf maður ekki að lesa ljóð og leita að ákveðnum upplýsingum.
Um listheiminn og veröld fyrir utan
Gildi skálds felst ekki í því hversu vel það táknar tíma sinn, heldur hversu langt það gengur út fyrir hann. Það væri óskynsamlegt að binda ljóð sín við hverfular forsendur því það vill að verk sín fari yfir það félagslega andrúmsloft sem þau birtust í. Innileg þrá skáldsins er að skapa hluti sem eru sögulega óafmáanlegir og ótímabundnir. Það skrifar fyrir ofan eða meira að segja utan við einhvern tímarammann.
Um það snýst önnur bók Jakubs sem er af pólskum uppruna og hefur slegið í gegn með fyrstu bók sinni Næturborgir síðasta árið. Í fyrstu virðist Úti bíður skáldleg veröld ævintýraferð þar sem hoppað er á draumaferju og synt með skáldinu í átt að hinu nýja og spennandi. Við hittum einstaka verur og liti, og borgir, og staði, og tilfinningar… Á yfirborðinu. Ef við skoðum dýpra fylgjumst við í raun með skáldi sem siglir um listheiminn og veröldina fyrir utan hann.
Sköpunarkrafturinn er hverfull
Einn af rauðu þráðunum er samband skáldsins og sköpunarferlisins. Það er ekki auðvelt að vera manneskja sem sér hið ljóðræna í hverju horni heimsins og mótar það í ljóð:
aðeins hirðskáld í andlegri tungumálaendurhæfingu
hagræðir hugmyndum
sem enginn má sjá
En það er ekki auðvelt að viðhalda skapandi ferli heldur vegna þess að:
sköpunargáfa
er enn brothætt
þó að þú fangir hana í skjaldbökuformi
En ljómælandi hvetur þá sem eru um borð til að gefast ekki upp og vera ekki harðir við sjálfa þig því:
það er erfitt að anda þegar allt sem þú þekkir er stríð við sjálfan þig
Og það er annar rauður þráður í bókinni – kvíðinn sem skáld upplifir út af því að heimurinn og náttúran í kringum hann breytist, snýst og gefur ekkert tækifæri til að grípa inn í:
að dansa að yfirborðum
þakeyjanna breytir engu
Síðasti en mikilvægasti þátturinn í bókinni er auðvitað orðin og tungumálið. Alexander Blok, rússneskt skáld tuttugustu aldar, nefndi þrjú verkefni sem heimurinn gaf skáldinu: „Í fyrsta lagi að losa hljóðin frá innfæddu upphafslausu frumefni sem þau búa í; í öðru lagi að koma þessum hljóðum í samræmi, gefa þeim form; í þriðja lagi að koma á fót þessari samræmi í ytri heiminn”.
Barátta skáldsins við að ná öldu innblásturs, temja orðin og skvetta þeim á blaðið þar til þau hverfa er til staðar í allri bókinni. Við sjáum spennu fyrir orði skáldskapar sem blasir við í kringum okkur, angist tómra síðna og sólfrosin tún hugans. Spurningin sem bergmálar: hvar ertu litverpt hjarta mitt? hvar ertu? Í ljóðinu Til skálda sjáum við kjarna lífs og draums skáldsins: þetta er ógurleg eftirvænting orða sem munu hræra og opna hjörtu fólks, en hún er líkt og leit að týndri manneskju um niðdimma nótt. Líkt og björgunarsveitarmaðurinn með dúndrandi hjarta hoppa hugsanir okkar og spurningin er viðvarandi: mun manneskjan finnast? Mun hún? Munu réttu orðin finnast eða hafa þau yfirgefið hugann? Orðin þýða svo mikið að þau ná yfir heiminn og gætu verið tímavél eða súrefniskassi fyrir nýfætt skáld, en ljóðmælandinn minnir okkur á að þótt fangið sé svo mikið þá eru orðin sem sköpunargleðin hverful og verða brátt aðeins áminning um tímann sem var. Þess vegna eru orðin svo dýrmæt.
Þroskuð ljóðsaga
Stundum táknar ljóð einfaldlega eitthvað í alheiminum sem þú hefur ekki kynnst ennþá. Stingur upp á öðrum heimi sem við getum lesið í gegnum þann fyrsta. Heimur slíkra verka virðist réttur eða sannur í aðeins öðru samhengi en því sem flestir dómar okkar eru fæddir í. Slík ljóð munu ekki hugga okkur, en þau geta veitt hinum fágaða lesanda djúpa og varanlega ánægju. Þau eru ekki eftirherma veruleikans eða yfirborðsleg sýn á hann, heldur eru þau andstaða við fyrirsjáanleika. Kannski er það ástæðan fyrir því að þau veita ekki ró. Þetta er líka ástæðan fyrir því að ánægjunni sem þau bjóða upp á fylgja oft sveiflur sem hóta að gera hana að engu. Veraldlegum hlutum er raðað í aðra röð sem breytir sambandi þeirra við umhverfið þannig að hægt sé að skynja þá á nýjan hátt, og ekki taka sem sjálfsögðum hlut. Og þegar við, eftir að hafa upplifað allt það óvenjulega í heiminum sem skáldið endurreisti, segjum frá endurkomu til okkar daglega heims, sjáum við hann öðruvísi, endurnærðan, með rödd skáldsins innprentaða í hann.
Veraldlegum hlutum er raðað í aðra röð sem breytir sambandi þeirra við umhverfið þannig að hægt sé að skynja þá á nýjan hátt, og ekki taka sem sjálfsögðum hlut.
Nýja bókin eftir Jakub er þroskuð og heimspekileg saga um ferðalag listamannsins. Sérhver listamaður vill vera boðberi fegurðar og hræra okkur, gott fólk, með orðum sínum. Við erum um borð í einlægniskipinu sem sýnir okkur allt ferlið: hæðir og lægðir, örvæntinguna og hverfulleika vonarinnar í leit að réttu orðunum. Þunglyndi og gleðiglampi. Og áminningin um að reyna enn að sjá hverfula fegurð í þessum heimi þrátt fyrir hægt hrun margra mannvirkja. Eini gallinn við þessa bók er að hún er svo einbeitt og stutt! Ég vil dvelja lengur í þessum orðum og sjá þróaðri viðbrögð skáldsins gagnvart kapítalisma og loftslagsbreytingum! En kannski verður það efni í næstu bók eftir Jakub.