„Leyfið hárunum að rísa um jólin“

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel

Í fimmta þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel er sviðsljós­inu beint á myrk­ari smá­sög­ur og skáld­sög­ur. Við fáum að heyra upp­lest­ur Har­alds Ara Stef­áns­son­ar úr fyrstu skáld­sögu Inga Markús­son­ar, Skugga­brú­in. Re­bekka Sif hitti svo Emil Hjörv­ar Peter­sen, sem er höf­und­ur glæpa­hryll­ings­ins Dauðal­eit, í al­ræmd­um und­ir­göng­um í Hamra­borg. Katrín Lilja Jóns­dótt­ir og Victoria Baks­hina ræða svo við Re­bekku Sif um Skugga­brúna og tvö smá­sagna­söfn, Strætó­sög­ur eft­ir Þóru Sif Guðmunds­dótt­ur og Yf­ir­sjón­ir eft­ir Hlín Agn­ars­dótt­ur.

„Virki­lega metnaðarfull saga“

Skugga­brú­in eft­ir Inga Markús­son er furðusaga sem fjall­ar um fjar­læga framtíð þar sem aðeins ein stjarna er eft­ir á himn­um. Bók­in kom ný­lega út í kilju sem og hljóð- og raf­bók. „Mér fannst hún frá­bær. Það er alls ekki auðvelt að skapa svona stó­felld­an heim,“ seg­ir Victoria um þessa metnaðarfullu furðusögu. „Maður sekk­ur al­veg ofan í þenn­an heim,“ sam­sinn­ir Katrín Lilja, „þetta er virki­lega metnaðarfull saga.“

„Svo fór ég að hafa áhuga á hroll­vekj­um og að hræða fólk á ís­lensku,“ seg­ir Emil Hjörv­ar Peter­sen um áhuga sinn á hroll­vekj­unni en í nýj­ustu bók hans, Dauðal­eit, bland­ast glæpa­saga við hroll­vekj­una. Re­bekka hitti Emil Hjörv­ar í merki­leg­um und­ir­göng­um í Hamra­borg, en Dauðal­eit hefst ein­mitt í þess­um göng­um með hvarfi ungr­ar stúlku. Kópa­vog­ur hef­ur verið áber­andi sögu­svið í bók­un­um hans en Emil er ein­mitt upp­al­inn í Kópa­vogi.

„Viðbrögðin sem ég hef fengið frá þeim sem hafa búið í Kópa­vogi, eða komið í Hamra­borg, tengja mjög sterkt við þenn­an stað, und­ir­göng­in. Þau eru al­veg al­ræmd, þau eru mjög drunga­leg og já… Bara krípí.“

Myrk­ur og ljós í stutt­um sög­um

Gagn­rýn­end­ur Lestr­ar­klef­ans rýndu einnig í tvö smá­sagna­söfn sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa bæði komið út sem hljóðbæk­ur. Fyrst var smá­sagna­safnið Strætó­sög­ur tekið fyr­ir.

„Létt, þægi­leg hlust­un. Hlý­leg­ar sög­ur líka, gott að grípa í þær,“ seg­ir Re­bekka Sif um sög­urn­ar. „Þetta eru við fyrstu sýn, bjart­sýn­ar, já­kvæðar sög­ur, en svo kem­ur í ljós að það er ein­hvers­kon­ar myrk­ur á bakvið,“ seg­ir Victoria.

„Þó að viðfangs­efni [sagn­anna] get­ur verið þungt þá er alltaf ein­hvers­kon­ar ljós á end­an­um.“

Þær voru all­ar sam­mála um að þess­ar sög­ur hentuðu vel fyr­ir stutt ferðalag, líkt og í Strætó.

„Já, þá er þetta al­veg full­kom­inn biti,“ seg­ir Katrín Lilja.

Næst sneru þær sér að smá­sagna­safn­inu Yf­ir­sjón­ir eft­ir Hlín Agn­ars­dótt­ur. „Mér fannst þetta frek­ar myrk­ar sög­ur og mér fannst jafn­vel óþægi­legt að hlusta á sum­ar þeirra. Að sama skapi eru þær svo fjöl­breytt­ar, hún er með ótrú­lega fjöl­breytt sögu­svið og per­són­ur. Og í þess­um stutta texta þá nær hún líka að hafa djúp­ar per­són­ur. Maður fær virki­lega sam­kennd með þeim og teng­ist þeim,“ seg­ir Katrín Lilja sem var mjög hrif­in af smá­sagna­safn­inu.

„Mér fannst þær ekki erfiðar, því þær end­ur­spegla sam­fé­lagið mjög vel og allskon­ar sjón­ar­horn,“ seg­ir Victoria sem fannst Hlín tak­ast vel til. „Það er magnað hvað hún kem­ur miklu efni inn í eina sögu,“ seg­ir Katrín Lilja. Að lok­um mæla þær stöll­ur með hljóðbók­um sem vert er að hlusta á.

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Victoria ræða um Skuggabrúna.

Að lokum mæla þær stöllur með hljóðbókum sem vert er að hlusta á. Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur aðstoðarritstjórans okkar. 

Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Lestu þetta næst

Út í geim

Út í geim

Ég er stjörnufræðinörd og hef horft á fleiri heimildarmyndir um fjarlægar plánetur á...

Sumarleg og fjörug sandkaka

Sumarleg og fjörug sandkaka

Nýlega kom út Mamma Sandkaka, lífleg og fallega myndlýst barnabók eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur....

Flugur á sad beige vegg

Flugur á sad beige vegg

Við erum stödd á fyrstu frumsýningunni á stóra sviðinu á leikárinu. Það er verið að fara sýna...