„Leyfið hárunum að rísa um jólin“

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel

Í fimmta þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel er sviðsljós­inu beint á myrk­ari smá­sög­ur og skáld­sög­ur. Við fáum að heyra upp­lest­ur Har­alds Ara Stef­áns­son­ar úr fyrstu skáld­sögu Inga Markús­son­ar, Skugga­brú­in. Re­bekka Sif hitti svo Emil Hjörv­ar Peter­sen, sem er höf­und­ur glæpa­hryll­ings­ins Dauðal­eit, í al­ræmd­um und­ir­göng­um í Hamra­borg. Katrín Lilja Jóns­dótt­ir og Victoria Baks­hina ræða svo við Re­bekku Sif um Skugga­brúna og tvö smá­sagna­söfn, Strætó­sög­ur eft­ir Þóru Sif Guðmunds­dótt­ur og Yf­ir­sjón­ir eft­ir Hlín Agn­ars­dótt­ur.

„Virki­lega metnaðarfull saga“

Skugga­brú­in eft­ir Inga Markús­son er furðusaga sem fjall­ar um fjar­læga framtíð þar sem aðeins ein stjarna er eft­ir á himn­um. Bók­in kom ný­lega út í kilju sem og hljóð- og raf­bók. „Mér fannst hún frá­bær. Það er alls ekki auðvelt að skapa svona stó­felld­an heim,“ seg­ir Victoria um þessa metnaðarfullu furðusögu. „Maður sekk­ur al­veg ofan í þenn­an heim,“ sam­sinn­ir Katrín Lilja, „þetta er virki­lega metnaðarfull saga.“

„Svo fór ég að hafa áhuga á hroll­vekj­um og að hræða fólk á ís­lensku,“ seg­ir Emil Hjörv­ar Peter­sen um áhuga sinn á hroll­vekj­unni en í nýj­ustu bók hans, Dauðal­eit, bland­ast glæpa­saga við hroll­vekj­una. Re­bekka hitti Emil Hjörv­ar í merki­leg­um und­ir­göng­um í Hamra­borg, en Dauðal­eit hefst ein­mitt í þess­um göng­um með hvarfi ungr­ar stúlku. Kópa­vog­ur hef­ur verið áber­andi sögu­svið í bók­un­um hans en Emil er ein­mitt upp­al­inn í Kópa­vogi.

„Viðbrögðin sem ég hef fengið frá þeim sem hafa búið í Kópa­vogi, eða komið í Hamra­borg, tengja mjög sterkt við þenn­an stað, und­ir­göng­in. Þau eru al­veg al­ræmd, þau eru mjög drunga­leg og já… Bara krípí.“

Myrk­ur og ljós í stutt­um sög­um

Gagn­rýn­end­ur Lestr­ar­klef­ans rýndu einnig í tvö smá­sagna­söfn sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa bæði komið út sem hljóðbæk­ur. Fyrst var smá­sagna­safnið Strætó­sög­ur tekið fyr­ir.

„Létt, þægi­leg hlust­un. Hlý­leg­ar sög­ur líka, gott að grípa í þær,“ seg­ir Re­bekka Sif um sög­urn­ar. „Þetta eru við fyrstu sýn, bjart­sýn­ar, já­kvæðar sög­ur, en svo kem­ur í ljós að það er ein­hvers­kon­ar myrk­ur á bakvið,“ seg­ir Victoria.

„Þó að viðfangs­efni [sagn­anna] get­ur verið þungt þá er alltaf ein­hvers­kon­ar ljós á end­an­um.“

Þær voru all­ar sam­mála um að þess­ar sög­ur hentuðu vel fyr­ir stutt ferðalag, líkt og í Strætó.

„Já, þá er þetta al­veg full­kom­inn biti,“ seg­ir Katrín Lilja.

Næst sneru þær sér að smá­sagna­safn­inu Yf­ir­sjón­ir eft­ir Hlín Agn­ars­dótt­ur. „Mér fannst þetta frek­ar myrk­ar sög­ur og mér fannst jafn­vel óþægi­legt að hlusta á sum­ar þeirra. Að sama skapi eru þær svo fjöl­breytt­ar, hún er með ótrú­lega fjöl­breytt sögu­svið og per­són­ur. Og í þess­um stutta texta þá nær hún líka að hafa djúp­ar per­són­ur. Maður fær virki­lega sam­kennd með þeim og teng­ist þeim,“ seg­ir Katrín Lilja sem var mjög hrif­in af smá­sagna­safn­inu.

„Mér fannst þær ekki erfiðar, því þær end­ur­spegla sam­fé­lagið mjög vel og allskon­ar sjón­ar­horn,“ seg­ir Victoria sem fannst Hlín tak­ast vel til. „Það er magnað hvað hún kem­ur miklu efni inn í eina sögu,“ seg­ir Katrín Lilja. Að lok­um mæla þær stöll­ur með hljóðbók­um sem vert er að hlusta á.

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Victoria ræða um Skuggabrúna.

Að lokum mæla þær stöllur með hljóðbókum sem vert er að hlusta á. Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur aðstoðarritstjórans okkar. 

Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Lestu þetta næst

Að syrgja er að elska

Að syrgja er að elska

Daníel Daníelsson er menntaður í sagnfræði og ritlist og hefur nú gefið út sitt annað skáldverk,...

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...