Articles by Rebekka Sif Stefánsdóttir


Hvert einasta orð hefur tilgang

Nú á dögunum kom út bókin Eins og fólk er flest eftir Sally Rooney hjá bókaútgáfunni Benedikt. Bókin er hluti af bókaklúbbnum Sólinni þar sem bækur fá yfirleitt kápu í sama þema, en Eins og fólk er flest fékk að halda upprunalegu kápunni sinni, líklega vegna gífurlegra vinsælda hennar erlendis. Þýðandi er Bjarni Jónsson sem einnig þýddi fyrstu…

Ljóðrænt heimshornaflakk

Ljóðabókin Regntímabilið eftir Kristinn Árnason kom út á dögunum hjá Páskaeyjunni. Ljóðin bjóða lesandanum í heimshornaflakk, frá Svíþjóð til Brasilíu til Istanbúl. Ljóðin eru látlaus á yfirborðinu en mörg eru athuganir á umhverfi og mannlífi á framandi stöðum. Bókin skiptist í fimm hluta en ljóðmælandi stekkur óspart á milli landa, stundum á hverri blaðsíðu. Áður…

„Það er alltaf eitthvað“

Tólf höfundar tylla sér á skáldabekk með fjölbreyttu safni smásagna þar sem andi Rimbauds og Guðrúnar frá Lundi svífur yfir vötnum innan um gargandi máva, konuna sem átti fjörutíu og sjö systkini, sendiherrafrúna, pervertinn í lestinni og þokkadísina Nansí. Auk þess koma við sögu ungbörn, aldraðir, ástfangnir, andlitslausir, sorgmæddir og sviknir. Það er alltaf eitthvað….

„Fyrr eða síðar gerist eitthvað hræðilegt“

Ég hóf lestur á Bjargfæri eftir Samanta Schweblin eftir að hafa heyrt góða hluti um smásagnasafnið hennar Mouthful of Birds og þessa fyrstu skáldsögu hennar, sem ber nafnið Distancia de rescate á móðurmálinu. Samanta er fædd árið 1978 í Buenos Aires í Argentínu en býr í Berlín í dag. Samtals hefur hún gefið út þrjú smásagnasöfn og…

Helsjúkt ástarsamband

Ég verð að viðurkenna að mér leið hreinlega andlega illa eftir lesturinn á Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Þvílík var samkenndin sem ég fann til Lilju, aðalsögupersónunnar, eftir þennan snögga lestur. Kvika er aðeins 134 síður að lengd og ég myndi kalla hana nóvellu. Hver kafli er stuttur, oftast ein til tvær blaðsíður en stundum aðeins…

Trúa á mátt og mikilvægi bókarinnar

Nýja bókaforlagið Una útgáfuhús gaf út sitt fyrsta verk á dögunum, endurútgáfu á Undir fána lýðveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson. Bókin er endurminningar frá þáttöku hans í Spánarstyrjöldinni. Una útgáfuhús stefnir einnig að því að veita ungskáldum vettvang til útgáfu. Forlagið samanstendur af Einari Kára Jóhannssyni, Jóhannesi Helgasyni, Kristínu Maríu Kristinsdóttur og Styrmi Dýrfjörð, en þau…

Látlausar nútímasögur

Takk fyrir að láta mig vita (2016) er fyrsta bók Friðgeirs Einarssonar en hann þekkja einnig þau sem kannast við skáldsöguna Formann húsfélagsins (2017) og seinna smásagnasafnið hans Ég hef séð svona áður (2018) sem kom út fyrir síðustu jól. Takk fyrir að láta mig vita er samansafn þrettán smásagna. Sögurnar sem hann ber fram eiga það sameiginlegt að vera…

Raunsæisleg mynd af íslenskum veruleika

Sofðu ást mín er smásagnasafn eftir Andra Snæ Magnason sem kom út haustið 2016. Bókin vekur upp margvíslegar tilfinningar hjá nútíma Íslendingnum. Í því eru sögur sem lýsa íslenskum samtíma og aðstæðum síðustu 30 árin, fyrir og eftir hrun, frá barnæsku uppfulla af kjarnorkuógn og ástarsögur sem snerta við strengi hjartans. Fjölbreytilegar sögur Mismunandi sjónarhorn…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is