„Þraut sem þarf að leysa“

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel

Í nýj­asta þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel ræða Re­bekka Sif, Katrín Lilja og Sjöfn Asare um bæk­urn­ar Und­ir yf­ir­borðinu eft­ir Freidu McFadd­en og Inn­gang­ur að efna­fræði eft­ir Bonnie Garm­us. Re­bekka Sif tek­ur viðtal við þýðand­ann og skáldið Sunnu Dís Más­dótt­ur og einnig má heyra upp­lest­ur leik­kon­unn­ar Kötlu Njáls­dótt­ur úr Und­ir yf­ir­borðinu.

Sál­fræðitryll­ir sem held­ur manni

Und­ir yf­ir­borðinu er spenn­andi bók sem hef­ur verið gíf­ur­lega vin­sæl á Stor­ytel. „Ég myndi mæla með henni, sér­stak­lega fyr­ir fólk sem er fyr­ir sál­fræðispennu­trylla. Hún er fín­asta afþrey­ing,“ seg­ir Sjöfn Asare, rit­höf­und­ur. Hún fell­ur þó í þá gryfju að nýta sér marg­ar þekkt­ar klisj­ur. „Bók­in tekst að halda manni en að sama skapi er hún upp­full af klisj­um, en það er kannski það sem maður leit­ar eft­ir þegar maður er að lesa svona bók,“ seg­ir Katrín Lilja, rit­stjóri Lestr­ar­klef­ans.

Marg­ir hatt­ar í litl­um heimi

Re­bekka Sif hitti Sunnu Dís Más­dótt­ur, skáld og þýðanda, í Grön­dals­húsi og ræddi við hana um bæði þýðingu henn­ar á skáld­sög­unni Inn­gangi að efna­fræði eft­ir Bonnie Garm­us og ljóðabók­ina henn­ar Plóm­ur sem kom út síðasta haust. Sunna Dís er vel þekkt í bók­mennta­heim­in­um og sinn­ir þar mörg­um hlut­verk­um. „Það er stund­um pínu snúið að skipta um hatta, því þetta er lít­ill heim­ur og pínu flókið stund­um að vera í mörg­um hlut­verk­um,“ seg­ir Sunna Dís en hún starfar meðal ann­ars sem rit­stjóri, yf­ir­les­ari, rit­list­ar­kenn­ari, gagn­rýn­andi og auðvitað rit­höf­und­ur líka.

Síðasta haust komu svo út tvær bæk­ur í henn­ar þýðingu en henni lík­ar vel við þýðand­a­starfið. „Þetta er gáta eða þraut sem þarf að leysa. Mér finnst þetta vinna vel með mín­um skrif­um.“ Aðspurð um hvaða mögu­leika henni finnst ljóðabæk­ur hafa sem hljóðbæk­ur seg­ir hún: „Mér finnst þær nefni­lega eiga alls kyns mögu­leika. Það verður rosa­lega mik­il nánd, sér­stak­lega þegar höf­und­ur les, maður er al­gjör­lega kom­inn inn í hljóðheim­inn.“

„Gleypti hana í mig á einni helgi“

Að lok­um ræddu gagn­rýn­end­ur um Inn­gang að efna­fræði sem fjall­ar um efna­fræðing­inn og sjón­varp­s­kokk­inn El­iza­beth Zott. „Mér finnst það auka dýpt bók­ar­inn­ar að við sjá­um hlut­ina frá mis­mun­andi sjón­ar­horn­um,“ seg­ir Sjöfn en frá­sagn­ar­form bók­ar­inn­ar er fjöl­breytt og skipt­ir höf­und­ur oft um sjón­ar­horn á milli per­sóna. Gagn­rýn­end­ur voru all­ir sam­mála um að þetta væri gríp­andi og vel skrifuð bók. „Mér fannst þessi bók al­veg æðis­leg,“ seg­ir Katrín Lilja. „Ég gleypti hana í mig á einni helgi. Ég átti erfitt með að hætta eft­ir að ég las fyrstu blaðsíðuna.“

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Sjöfn ræða um hljóðbækur.

Að lokum mæla þær stöllur með hljóðbókum sem vert er að hlusta á. Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur aðstoðarritstjórans okkar. 

Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Lestu þetta næst

Út í geim

Út í geim

Ég er stjörnufræðinörd og hef horft á fleiri heimildarmyndir um fjarlægar plánetur á...

Sumarleg og fjörug sandkaka

Sumarleg og fjörug sandkaka

Nýlega kom út Mamma Sandkaka, lífleg og fallega myndlýst barnabók eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur....

Flugur á sad beige vegg

Flugur á sad beige vegg

Við erum stödd á fyrstu frumsýningunni á stóra sviðinu á leikárinu. Það er verið að fara sýna...