Það getur verið áskorun að vaxa upp og læra á tilfinningarnar; reiðina, gleðina, sorgina, vonbrigðin, spennu og allt þar á milli. Baddi þarf að læra það. Baddi kemur úr smiðju hinnar finnsku Mervi Lindman. Lindman er fyrst og fremst myndhöfundur og hefur myndlýst fjölda barnabóka. Í bókunum um Badda er hún líka höfundur texta. 

Baddi kyssir og Baddi er reiður eru að mestu myndabækur. Textinn er í algjöru lágmarki og sagan er sögð í gegnum myndir og tala því beint til barnanna. Ungur ráðunautur Lestrarklefans, tveggja ára, hefur mikið dálæti á bókunum og það er ekki vegna textans, heldur vegna myndanna.

 

Einlægar og bráðfyndnar

Í Baddi er reiður upplifir Baddi vonbrigði. Það vill enginn sparka í bolta með honum. Hann verður alveg bálreiður! Hann verður jafn reiður og krókódíll! Allt er þetta vandlega sýnt með mydum. Rauðþrútinn Baddi sparkar í leikföng og lætur mjög illa. Litla kanínan hans er steinhissa og hrædd við reiða Badda. En svo er allur vindur úr honum og hann fellur á gólfið, úrvinda. Það er nefnilega erfitt að vera reiður. Um leið sér lesandinn fætur og hendur á mömmu sem kemur til að knúsa Badda eftir uppnámið.  

Í Baddi kyssir sýnir Baddi ást sína á heiminum. Hann gengur um og kyssir allt! Bókstaflega. Svipbrigðin á Badda í gegnum bókina og allir kjánalegu hlutirnir sem hann kyssir vekja ómælda ánægju hjá bæði hlustanda bókarinnar (barninu) sem og lesaranum (þeim fullorðna). Lindman er einstaklega fær í að koma til skila tilfinningalífi Badda, sem er ekkert nema elskan uppmáluð. 

Bækurnar um Badda rötuðu strax í hóp uppáhaldsbóka hjá ráðunauti Lestrarklefans. Hér eru á ferðinni bráðskemmtilegar myndabækur fyrir tveggja ára og eldri. Bækurnar eru með stuttum texta en myndirnar segja alla söguna sem nær þar af leiðandi beint inn í hjarta yngstu lesendanna. 

 

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...