Sniðgöngum Iceland Noir

Iceland Noir

Lestrarklefinn leggur metnað sinn í að fjalla um bókmenntahátíðir hér á landi og bækur þeirra höfunda sem taka þátt í þeim. Við viljum þó gera undantekningu þar á og ætlum ekki að fjalla um Iceland Noir hátíðina í ár, efni hennar eða höfunda.
Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gaza og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara.

Hillary Clinton er stjórnmálamaður með völd áhrif og orð hennar hafa afleiðingar. Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.

Iceland Noir hátíðin var einnig gagnrýnd í fyrra fyrir að bjóða forsetisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, sem gest á hátíðina þrátt fyrir meðferð ríkistjórnar hennar á hælisleitendum á Íslandi. Skáldið Sjón tók þá opinbera afstöðu gegn hátíðinni og sniðgekk hana.

Fólk sem hefur gagnrýnt Iceland Noir hátíðina í ár fyrir að bjóða Hillary Clinton eru meðal annarra Bergþóra Snæbjörsdóttir, rithöfundur og Salvör Gullbrá, sviðslistakona, sem birti meðal annars þessi skjáskot á Instagram reikningi sínum. Við tökum undir með þeim og hvetjum skáld, bókmenntafólk og alla aðra til að sniðganga hátíðina í ár og þann málflutning sem hún stendur fyrir. 

 

Hér eru skjáskot af instagram reikningi Bergþóru. Allar myndir eru birtar með leyfi höfunda.

Hér eru nokkrir hlekkir þar sem hægt er að kikja á afstoðu Clinton:
https://www.youtube.com/watch?v=7Vrm2frtqiw
https://english.alarabiya.net/News/middle-east/2023/10/30/Hillary-Clinton-says-Gaza-ceasefire-not-possible-would-be-gift-to-Hamas
https://www.nydailynews.com/2023/11/02/columbia-university-students-walk-out-hillary-clinton-israel-hamas-doxxing/
Einnig mælum við með að skoða samfélagsmiðlaaðganga Decolonize This Place, Félagsins Íslands Palestínu og Solaris. 

Þá fjallaði Heimildin um ritskoðun hátíðarinnar á ummælum og gagnrýni hér: https://heimildin.is/grein/19613/iceland-noir-hatid-ritskodar-ummaeli/ 

 

Hér eru svo skjáskot af ummælum frá notanda instagram, og viðbrögðin sem hún fékk um að ummæli sín væru ekki í lagi og þau fjarlægð:

Lestu þetta næst

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.

Tifandi rauðar klukkur

Tifandi rauðar klukkur

Sagan Rauðar klukkur (e. Red Clocks) gerist í Norður-Ameríku, í óljósri náframtíð. Þungunarrof eru...