Sniðgöngum Iceland Noir

Iceland Noir

Lestrarklefinn leggur metnað sinn í að fjalla um bókmenntahátíðir hér á landi og bækur þeirra höfunda sem taka þátt í þeim. Við viljum þó gera undantekningu þar á og ætlum ekki að fjalla um Iceland Noir hátíðina í ár, efni hennar eða höfunda.
Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gaza og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara.

Hillary Clinton er stjórnmálamaður með völd áhrif og orð hennar hafa afleiðingar. Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.

Iceland Noir hátíðin var einnig gagnrýnd í fyrra fyrir að bjóða forsetisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, sem gest á hátíðina þrátt fyrir meðferð ríkistjórnar hennar á hælisleitendum á Íslandi. Skáldið Sjón tók þá opinbera afstöðu gegn hátíðinni og sniðgekk hana.

Fólk sem hefur gagnrýnt Iceland Noir hátíðina í ár fyrir að bjóða Hillary Clinton eru meðal annarra Bergþóra Snæbjörsdóttir, rithöfundur og Salvör Gullbrá, sviðslistakona, sem birti meðal annars þessi skjáskot á Instagram reikningi sínum. Við tökum undir með þeim og hvetjum skáld, bókmenntafólk og alla aðra til að sniðganga hátíðina í ár og þann málflutning sem hún stendur fyrir. 

 

Hér eru skjáskot af instagram reikningi Bergþóru. Allar myndir eru birtar með leyfi höfunda.

Hér eru nokkrir hlekkir þar sem hægt er að kikja á afstoðu Clinton:
https://www.youtube.com/watch?v=7Vrm2frtqiw
https://english.alarabiya.net/News/middle-east/2023/10/30/Hillary-Clinton-says-Gaza-ceasefire-not-possible-would-be-gift-to-Hamas
https://www.nydailynews.com/2023/11/02/columbia-university-students-walk-out-hillary-clinton-israel-hamas-doxxing/
Einnig mælum við með að skoða samfélagsmiðlaaðganga Decolonize This Place, Félagsins Íslands Palestínu og Solaris. 

Þá fjallaði Heimildin um ritskoðun hátíðarinnar á ummælum og gagnrýni hér: https://heimildin.is/grein/19613/iceland-noir-hatid-ritskodar-ummaeli/ 

 

Hér eru svo skjáskot af ummælum frá notanda instagram, og viðbrögðin sem hún fékk um að ummæli sín væru ekki í lagi og þau fjarlægð:

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...