Rithornið: ljóð eftir Atla Má

27. ágúst 2025

Lestrarklefinn var á dögunum í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Listvinnzluna en út frá þessu góða samstarfi spratt upp ljóðasmiðja, ljóðaupplestur á Menningarnótt og afraksturinn, ljóðin eftir hin fjölbreyttu skáld, fá nú að vera birt hér á vef Lestrarklefans.

Mörg skáldanna hafa verið að skrifa lengi og önnur voru að spreyta sig á ljóðlistinni í fyrsta skiptið.

Ljóð um Ríkið

Mart og mikið gerði ríkið fyrir
mig og ég fyrir þau en nú er ég löngu
látinn og þú ert einn á báti. 

 


Háskólaljóðið

Nú útskrifaður ég er hátt er
ég settur. 

Fjör og gaman var að læra og
fræða sig saman. 

Því hér er drauma daman ég geri 
allt fyrir hana ekkert drama. 

 

Atli Mári Haraldsson ZebitZ. 

 

Lestu þetta næst

Gæsahúð í óperunni

Gæsahúð í óperunni

  Stuttu eftir að ég kvaddi rauðglóandi París í Borgarleikhúsinu er ég aftur komin til...