Lestrarklefinn var á dögunum í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Listvinnzluna en út frá þessu góða samstarfi spratt upp ljóðasmiðja, ljóðaupplestur á Menningarnótt og afraksturinn, ljóðin eftir hin fjölbreyttu skáld, fá nú að vera birt hér á vef Lestrarklefans.
Mörg skáldanna hafa verið að skrifa lengi og önnur voru að spreyta sig á ljóðlistinni í fyrsta skiptið.
Góður dagur
Í dag er góður dagur
bjartur og fagur dagur
litríkur dagur og fallegur
já og hann er mjög fallegur dagur
góður dagur kátur dagur
Gunnar Þorkell Þorgrímsson






