Lestrarklefinn var á dögunum í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Listvinnzluna en út frá þessu góða samstarfi spratt upp ljóðasmiðja, ljóðaupplestur á Menningarnótt og afraksturinn, ljóðin eftir hin fjölbreyttu skáld, fá nú að vera birt hér á vef Lestrarklefans.
Mörg skáldanna hafa verið að skrifa lengi og önnur voru að spreyta sig á ljóðlistinni í fyrsta skiptið.
Árstíminn
Þótt við segjum að við elskum sumarið
þá þýðir það ekki að það verður besta
veðrið það er þetta hvernig við skilgreinum
árstíðarnar, þótt við þolum ekki
mörg veturinn sem oftast er kaldur
þá er haustið lika ágætur tími og sólin
getur komið á hvaða árstíma sem er.
Menningarnótt
Í dag er Menningarnótt sem fólk
senn flykkist niður í bæ í iðandi
stemmingu dags sem kvölds og
fer út að borða og nýtur alls þess
sem verður í gangi þennan mikla
menningardag.
Haukur Guðmundsson.






