Rithornið: ljóð eftir Helgu Pálínu

27. ágúst 2025

Lestrarklefinn var á dögunum í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Listvinnzluna en út frá þessu góða samstarfi spratt upp ljóðasmiðja, ljóðaupplestur á Menningarnótt og afraksturinn, ljóðin eftir hin fjölbreyttu skáld, fá nú að vera birt hér á vef Lestrarklefans.

Mörg skáldanna hafa verið að skrifa lengi og önnur voru að spreyta sig á ljóðlistinni í fyrsta skiptið.

Williams syndrome álfabarn

Ég er algjör stór álfabarn
geri allt sem betur fer
sama er mér
með hjartagalla lifi ég með
ég átti erfitt með mitt geð
Ég elska að dansa
símanum ég þarf að ansa
ég elska að drekka kók
að hrekkja einhvern
sem þolir djók
Í tölvunni ég leik mér í
eins og vera ber
ég get gert það besta
gefa kossa klessta
mér finnst nammi gott
að ekki vera með pott
allt þetta ljóð er ort.

 

 

Samastaðir í Skeljavík

Samastaðir reistur er í Skeljavík
fallegt umhverfi það er engum líkt
sofa þarna og dunda sér er algjör frík
strákarnir hafa það gott
það væri nú gott að hafa heitan pott
best er að eiga nammi og popp
Húsið er svart á litinn
eldum læri og stór var bitinn
það lak af manni svitinn
í göngutúra fórum við öll
skyldu vera til álfar og tröll
út um víðan völl

Helga Pálína Sigurðardóttir.

Lestu þetta næst

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...