Norræni bókaklúbburinn Zooma á Íslandi

5. maí 2022

Ida Berg, stofnandi bókaklúbbsins býður Íslendingum að taka þátt í umræðum um norrænar bækur.

Bókaklúbburinn Zooma in på nordens litteratur verður á Íslandi 9.-13. maí. Haldinn verður viðburður í tilefni af komu klúbbsins í Norræna húsinu 13. maí, klukkan 19-20:30 og gestir kvöldsins verða Sverrir Norland, höfundur m.a. Stríð og kliður, og Karítas Hrundar Pálsdóttir, höfundur Árstíða. Klúbburinn er hluti af Norræna félaginu í Svíþjóð og Ida Berg er höfuð klúbbsins sem var stofnaður í nóvember árið 2020 í kringum Norrænu bókmenntavikuna. „Ég hef alltaf verið með draum um að tala um bækur frá Norðurlöndunum við annað fólk,“ segir Ida. Hugmyndin að klúbbnum kviknaði hjá Idu í kringum bókmenntavikuna, á fundi meðal ung fólks innan hins sænska norræna félags (Föreningen Norden i Sverige). „Við vitum að það væru til margir góðir rithöfundar og bækur sem maður þekkir kannski ekki og við viljum tala saman um þetta.“

Covid ekki hvatinn að fjarfundum

Fundirnir eru mánaðarlega og fara fram í gegnum samskiptaforritið Zoom. Ida segir ástæðuna þó ekki vera Covid, þótt heimsfaraldurinn hafi fært margt yfir í netheima þá á það ekki við um bókaklúbbinn. „Covid var komið þegar við byrjuðum með klúbbinn, en það er a Zoom mest vegna þess að það er auðveldara að hittast online, sama hvar maður býr! En við hefðum líklega ekki fengið hugmyndina um að hittast í gegnum netið ef það væri ekki vegna covid og maður var nú þegar vön að mæta online,“ segir Ida.

Frá einum af fyrstu fundum klúbbsins.

Viðburðir á vegum Zooma eru vel sóttir í gegnum Zoom og segir Ida að það sé meðlimur frá öllum norðurlöndunum nema Grænlandi sem tekur þátt. „Þátttakan er góð, sérstaklega þegar við fáum rithöfund í heimsókn og stundum erum við bara að sjalla saman um bókina og hvernig okkur fannst hún.“ Ida sækist þó eftir fleiri Íslendingum í klúbbinn. „Bókmenntir hafa svo sterka stöðu á Íslandi og við viljum fá öll Norðurlöndin með í þetta! Það er þess vegna sem við erum að koma til Íslands í maí,“ segir Ida og bætir við að ferðin sé styrkt af Sænsk-Íslenska samstarfssjóðnum.

Fjölbreyttar bækur eftir norræna höfundar

Fundir fara oftast fram á skandinavísku og fara fundir þannig fram að lesinn er stuttur kafli úr bókinni sem er til umræðu. Lestur á bókinni sem er til umræðu er þó ekki skilyrði, heldur er þátttaka í lifandi umræðum um bókmenntir og sameiginlegan bókaáhuga æskileg. Oft koma höfundar bókanna inn í umræðurnar, til dæmis mætti Marta Breen, höfundur Patriarkatet faller bókar apríl mánaðar, á fundinn 28. apríl síðastliðinn. Næsti umræðuhópur verður 4. maí og Peppe Öhman, höfundur bókarinnar En gång om året, verður gestur klúbbsins. Aðrar bækur sem kastljósi klúbbsins hefur verið beit að er Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vuxna människor eftir Marie Aubert, Bildhuggarens dotter eftir Tove Jansson og Tunu eftir Kim Leine.

Lestrarklefinn hvetur áhugasama til að setja sig í samband við klúbbinn í gegnum Facebook síðu hópsins og taka þátt í næsta fundi. Að sjálfsögðu ættu hinir sömu að mæta á viðburðinn 13. maí klukkann 19 í Norræna húsinu, þar sem Sverrir Norland og Karítas Hrundar Pálsdóttir munu ræða um íslenskar bókmenntir.

Lestu þetta næst