Bókmenntaþáttur Lestrarklefans á Storytel!

Brot úr fyrsta þættinum „Hryllingur, erótík og ævintýri.“

Nú er bókmenntavefþátturinn okkar í samstarfi við Storytel loksins kominn í loftið! Þið getið horft á fyrsta þáttinn hér en hann mun birtast vikulega á mbl.is í nóvember og desember.

Við erum búin að halda þessu verkefni leyndu frá því snemma í september og erum búin að vinna hörðum höndum að setja saman skemmtilega og glæsilega umfjöllun um bækur með viðtölum við höfunda, upplestrum leikara, gagnrýni á nýjum bókum og meðmælum í formi gullkorna í lok þáttar.

Við hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst og vonum að þið getið skemmt ykkur við áhorfið og fræðst svolítið í leiðinni um fjölbreyttar bækur í aðdraganda jólanna.

Fyrsta þættinum þáttastýrir Rebekka Sif Stefánsdóttir, aðstoðarritstjórinn okkar, en Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri, gagnrýnir ásamt Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar sem er bókasafns- og upplýsingafræðingur.

Felix Bergsson mætti sprækur til okkar í viðtal og munum við fjalla um bækurnar Tálsýn eftir Rannveig Borg Sigurðardóttir og Dauðaleit eftir Emil Hjörvar Petersen. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í gegnum slóðina hér fyrir neðan.

Lestu þetta næst

Að syrgja er að elska

Að syrgja er að elska

Daníel Daníelsson er menntaður í sagnfræði og ritlist og hefur nú gefið út sitt annað skáldverk,...

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...