Bókmenntaþáttur Lestrarklefans á Storytel!

22. nóvember 2022

Brot úr fyrsta þættinum „Hryllingur, erótík og ævintýri.“

Nú er bókmenntavefþátturinn okkar í samstarfi við Storytel loksins kominn í loftið! Þið getið horft á fyrsta þáttinn hér en hann mun birtast vikulega á mbl.is í nóvember og desember.

Við erum búin að halda þessu verkefni leyndu frá því snemma í september og erum búin að vinna hörðum höndum að setja saman skemmtilega og glæsilega umfjöllun um bækur með viðtölum við höfunda, upplestrum leikara, gagnrýni á nýjum bókum og meðmælum í formi gullkorna í lok þáttar.

Við hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst og vonum að þið getið skemmt ykkur við áhorfið og fræðst svolítið í leiðinni um fjölbreyttar bækur í aðdraganda jólanna.

Fyrsta þættinum þáttastýrir Rebekka Sif Stefánsdóttir, aðstoðarritstjórinn okkar, en Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri, gagnrýnir ásamt Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar sem er bókasafns- og upplýsingafræðingur.

Felix Bergsson mætti sprækur til okkar í viðtal og munum við fjalla um bækurnar Tálsýn eftir Rannveig Borg Sigurðardóttir og Dauðaleit eftir Emil Hjörvar Petersen. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í gegnum slóðina hér fyrir neðan.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...