Innri átök í herbergi Giovanni

Herbergi Giovanni eftir James Baldwin er nú loksins komin út í íslenskri þýðingu, en hún er talin ein af klassísku verkum tuttugustu aldar. Skáldsagan kom fyrst út 1956 og er einkum þekkt fyrir einlæga ást aðalpersónanna, Davids og Giovanni, en birtingarmyndir ástarsambanda karlmanna voru ekki algengar í bókmenntum á þessum tíma.

Þetta er fyrsta verk Baldwins sem þýtt er á íslensku en hann er einn af virtustu höfundum 20. aldar og því kominn tími til. Málefni sem Baldwin brennur fyrir eru meðal annars kynhneigð, kynþáttahyggja, jaðarsetning og stéttarskipting.

Þorvaldur Kristinsson íslenskaði af stakri prýði.

Feluleikur Davids

Bandaríkjamaðurinn David stendur á tímamótum, hann dvelur í París en kærastan hans, Hella, er á ferðalagi á Spáni að velta fyrir sér hvort samband þeirra eigi sér framtíð. Það er þá sem hann kemst í kynni við Giovanni, heillandi barþjón sem mun taka yfir næstu mánuði í lífi hans. 

Í herbergi Giovannis, lítilli ósmekklegri kitru, eyða þeir mestum tíma sínum en herbergið verður að einskonar táknmynd yfir feluleikinn sem einkennir samband þeirra og sjálfsmynd David. Á hann að biðja Hellu þegar hún snýr aftur til Parísar og gangast undir þrýsting samfélagsins að verða venjulegur fjöldskyldufaðir í úthverfi í Bandaríkjunum? Eða er leið fyrir hann til að sleppa úr herbergi Giovannis, opinbera sjálfan sig og lifa sem samkynhneigður maður með manninum sem hann elskar? Davið er í stöðugri innri baráttu og fer að hafa óbeit á þessu skítuga, þrönga herbergi. Það minnir hann á allt sem hann er að fela, frá sjálfum sér og samfélaginu. 

Sagan er tragísk, örlög persónanna flestra eru sorgleg, en bókin er þó uppfull af lífi. Umhverfi Parísar er lýst af mikilli ástúð og skemmtanalífið er skrautlegt og lífgar upp á frásögnina. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir Baldwin en ekki sú síðasta, stíllinn hans er heillandi og einlægur. Ég ætla að setja bækurnar hans Go Tell it on the Mountain og The Fire Next Time á leslistann.

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...