Rithornið: ljóð eftir Esmó

26. ágúst 2025

Lestrarklefinn var á dögunum í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Listvinnzluna en út frá þessu góða samstarfi spratt upp ljóðasmiðja, ljóðaupplestur á Menningarnótt og afraksturinn, ljóðin eftir hin fjölbreyttu skáld, fá nú að vera birt hér á vef Lestrarklefans.

Mörg skáldanna hafa verið að skrifa lengi og önnur voru að spreyta sig á ljóðlistinni í fyrsta skiptið.

Það var svo vont
svo hræðilegt þetta var svo 
óréttlátt 
ég veit ég er öðruvísi 
en það er ekki satt og
ekki rétt ég er ekki skrímsli
eða einskisvert ógeð sem
er ekki þess verð að anda
og á að gera heiminum greiða 
og bara drífa sig í að
drepast 
ég er hér 
ég á það skilið og
ég veit það þessvegna
er ég glöð að bara
vera ég
það var besta tilfinning í heimi
þegar ég uppgötvaði það. 

 

ESMÓ.

———————————————————————————————————————–

Það er pínu ljós svo meira og

meira úff þetta er of mikið of

snemma

kræst ljósið brennur en 

en það er kominn dagur 

þarf að vinna 

þó að það sé eiginlega ennþá nótt

andskotinn djöfullinn hvað ég vil

bara sofa æ

ég er enn sofandi

sofandi.

 

 

 

ESMÓ.

 

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...